Plogging: Ruslatínsla er nýjasta æðið fyrir alla fjölskylduna

Nýjasta æðið í heilsueflingu er komið hingað til lands. Það heitir uppá íslensku plogging og felur í sér að skokka eða ganga með plastpoka og safna plasti og ýmsu öðru rusli í næsta nágrenni.

Þetta frábæra tískufár og orðið líka er upprunnið í Svíþjóð. Það hefur dreift úr sér víða. Erlendir fjölmiðlar gera mikið úr plogging, segja það enn eina æðislegu jákvæðu tískusveifluna frá Norðurlöndunum.

Langar umfjallanir um plogging má lesa í erlendum fjölmiðlum.

Í BBC í lok janúar segir að hafið sé mengað af plasti, pokum og umbúðum úr plasti. Þess vegna hafi Svía fundið upp nýja afþreyingu, en í henni felst að tína plastið á ströndum landsins. Höfundur greinarinnar á BBC segir að fyrst hafi verið rætt um þessa hreyfingu í október árið 2016. Lítið hafi hins vegar bólað á henni þar til nýverið að heilu hóparnir hafi orðið til sem gera út á að hlaupa um og tína rusl.

Greinahöfundur segir ekki mikið þurfa til að taka þátt í plogging, aðeins skokkdótið, plastpoka og hanska til að passa að skíta sig ekki út. Árangurinn af plogging felst í hreyfingunni og svipar meira að segja til „burpees“ því þátttakandi þarf sí og æ að beygja sig niður til að tína upp ruslið.

Plogging hefur numið land út um allar koppagrundir. Það er jú í Bretlandi, Skotlandi og er meira að segja komið til Taílands.

Bandarískir skokkarar hafa meira að segja fengið dálæti á plogging. Skemmtilega umfjöllun má lesa um málið á vef bandaríska stórblaðsins Washington Post í lok febrúar á þessu ári.

Þetta er frábær hreyfing fyrir alla enda sameinar hún útiveru og umhverfismál.

 

Hafnfirðingar tína rusl

Það hefur lengi verið gert grín að Hafnfirðingum. En Gaflarar mega eiga það að þeir fylgjast vel með tískustraumum. Plogging er þar engin undantekning.

Í Hafnarfirði er kominn fram öflugur hópur ploggara sem hittast miðsvæðis, ýmist við Strandgötuna eða í Hellisgerði og gera þaðan út til að tína rusla í næsta nágrenni.

Ploggarar í Hafnarfirði hafa stofnað Facebook-hóp þar sem auglýstir eru plogging-viðburðir. Á síðu hópsins segir að of mikið er af rusli á víðavangi, það dreifist með vindi og endar kannski í sjónum. Minnka verði mengum og þátttakendur í hópnum hvattir til að tína ruslið upp, flokka það og henda.

Plogging býður upp á frábæra samveru fyrir alla fjölskylduna. Hafnfirsku ploggararnir taka það sérstaklega fram að það sé á ábyrgð þeirra að kenna næstu kynslóð hvernig á að ganga um, flokka og bera virðingu fyrir umhverfinu.

Ploggararnir í Hafnarfirði ætla að spretta úr spori alla helgina. Ekki er beint ætlunin að skokka heldur ganga. En hreyfingin er sú sama og árangurinn eftir því.

 

Viðburðurinn á Facebook:

Laugardagur 17. mars

Sunnudagur 18. mars

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd