Pistill: Tækifærin í náttúrunni

Það er gaman að skoða Seljalandsfoss. Það er ævintýri að fara á bak við fossinn.

Það er gaman að skoða Seljalandsfoss. Það er ævintýri að fara á bak við fossinn.

Sumir segja að sumarið sé tíminn enda fólk á ferð og flugi og margar fjölskyldur að njóta þess að vera í fríi. Í mínum huga er engin ein árstíð betri en önnur! Hver árstíð hefur sinn sjarma og tækifæri til útiveru og útivistar eru óteljandi allt árið umkring.

Náttúran okkar er stórkostleg og bíður ávallt alla velkomna í heimsókn sem vilja á annað borð fara í heimsókn til hennar. Utandyra er nægt rými  fyrir alla og oftar en ekki ótakmarkað magn af náttúrulegum tækjum og tólum til að nýta í leik og þrautir. Í landslaginu skapast náttúrulegar hindranir til að yfirvinna sem skáka hvaða íþróttasal á mettíma. Flóra Íslands og steinaríkið með allri sinni litadýrð, lykt, áferð, stærð og lögun allsstaðar allt um kring sem getur haft víðtæk áhrif á þroska barna.

 

Klæðum okkur eftir veðri

Stærsta hindrunin erum við sjálf, viðhorf okkar til veðurfars og hugmyndir okkar um það hvaða tími ársins sé bestur til að njóta útiverunnar. Þetta er nefnilega allt spurning um að klæða sig í samræmi við veðrið og réttan skóbúnað. Besti fylgihluturinn er ávallt bros og jákvætt hugarfar.

Tækifærin sem skapast við nýja árstíð er verkfæri – verkfæri sem má nýta mun meira til að efla og þroska barnsins þíns á áhrifaríkan hátt. Náttúran sér um sína og í sjálfu sér þarftu ekki að vera með hugann við það allan tímann hvað þú ert að gera og hvernig samveran örvar barnið þitt. Sumt gerist af sjálfu sér. Fyrsta skrefið er að fara reglulega út og kynna barnið þitt fyrir mismunandi veðráttu og árstíðum.

Mundu bara að það er skemmtilegra að vera úti þegar maður er útbúinn eftir veðri!

Njótið dagsins

sab05

Höfundur er Sabína St. Halldórsdóttir

M.ed í íþrótta- og heilsufræðum. Hún er höfundur handbókarinnar Færni til framtíðar. Bók hefur að geyma hugmyndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Sabína heldur fyrirlestra, námskeið og ráðgjöf varðandi útikennslu og hreyfifærni barna.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd