Pistill: Nýttu skynfærin í náttúrunni

Það er mikilvægt að kunna að slaka á í náttúrunni.

Núvitund er orð sem ætti að vera okkur öllum orðið kunnugt enda mikið í umræðunni.  Núvitund er frábært orð yfir enn betri athöfn en ég skynja það að fólk hefur mismunandi skilning á þessu orði og athöfn.

Í mínum huga höfum fengið nýtt orð yfir athöfn sem við höfum vanrækt og tapað í hraða þjóðfélagsins.

Staldra við, vera í núinu og njóta gæðastunda úti í náttúrunni – gleyma okkur og finna barnið innra með okkur.

Börn eru sköpuð til að hreyfa sig, kanna umhverfið sitt, rannsaka, meta möguleika sína og læra af reynslunni. Þessa eiginleika rækta þau best úti i náttúrunni þar sem þau nýta öll skynfærin sín til hins ítrasta og þroska þeirra fleytir fram.

Við fullorðna fólkið höfum fjarlægst náttúruna undanfarna áratugi og stöldrum mun minna við utandyra en áður fyrr.

Mín áskorun til þín í sumarfríinu er að staldra við úti í náttúrunni, gefa þér og barninu þínu tíma til að bara vera. Nýta skynfærin ykkar meðvitað og taka frí frá áreiti snjalltækjanna. Finna lykt af náttúrunni, sjá litina í kringum ykkur, heyra hljóð umhverfisins, þreifa á mismunandi áferð, og bragða á jurtum og rennandi vatni í ám og lækjum.

Það skiptir öllu máli að þú takir þátt í þessu ferðalagi skynfæranna með barninu þínu því þú ert fyrirmyndin.

Í mínum huga byrjar núvitun í náttúrunni.

En hvað finnst þér?

_______

Höfundur er Sabína Steinunn. Halldórsdóttir, M.ed í íþrótta- og heilsufræðum. Hún er höfundur handbókarinnar Færni til framtíðar. Bókin hefur að geyma hugmyndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Sabína heldur jafnframt fyrirlestra, námskeið og ráðgjöf varðandi útikennslu og hreyfifærni barna.

 

Viltu lesa fleiri pistla eftir Sabínu?

Hér eru nokkrir:

Litríkar freistingar í náttúrunni

„Börn þekkja í dag orðið fleiri teiknimyndapersónur en heiti jurta“

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd