Pistill: Góð hreyfifærni er Færni til framtíðar

1900051_950616708310573_9089378145997987808_n

Barn þarf mikla hreyfingu daglega og að sjálfsögðu helst úti í náttúrunni þar sem að öll skynfærin fá umtalsvert áreiti og það á sama tíma. Meginráðleggingin samkvæmt Embætti landlæknis er að barn stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Tímanum má skipta upp í styttir lotur yfir daginn.

Leikir stuðla að félagslegri færni

Barn sem fær ekki næga hreyfingu getur verið með skerta hreyfifærni og vegna þess á það oftar á hættu að vera skilið útundan og fær því síður og vill síður taka þátt í leikjum. Leikir stuðla einnig að félagslegri færni barns og með útilokun frá þeim eða að forðast þá vegna vanmáttar getur haft áhrif á félagsleg heilsu barnsins. Kunni barnið ekki þá færni og reglur sem fram fer í leiknum sækist það ekki eftir því að taka þátt í honum. Þetta getur leitt til þess að sjálfstraust barnsins minnkar og þar af leiðandi á það erfitt með að eignast vini og getur haft skerta sjálfmynd.

Leggðu grunn að hreyfingu barnsins

Til þess að koma í veg fyrir að þessi hringrás eigi sér stað er mikilvægt að uppalendur leggi grunn að frekari hreyfingu sem leiðir til þess að barnið styrkist líkamlega og hafi trú á sjálfu sér. Hlutverk hinna fullorðnu er afar mikilvægt og ekki síst að vera góðar fyrirmyndir því börn læra það sem fyrir þeim er haft. Með fjölbreyttri hreyfingu er verið að stuðla að vexti barna, þróun taugakerfisins, vöðvastyrks, betri lofháðra eiginleika og betri loffirrtra eiginleika. Með frekari líkamlegri virkni styrkist beinagrindin og bindivefur auk þess að efnaloftskipti verða hraðari. Með reglulegri og fjölbreyttri líkamlegri hreyfingu á barn síður á hættu að verða fórnarlömb sjúkdóma og sjúkdómskvilla því ónæmiskerfið bregst mun betur við kvillum ef það eru í góðu líkamlegu ástandi. Síðast en ekki síst þá sofa öll börn betur sem fá nægilega hreyfingu og það helst úti í náttúrunni okkar.

_______________________

sab05

Höfundur er Sabína St. Halldórsdóttir

M.ed í íþrótta- og heilsufræðum. Hún er höfundur handbókarinnar Færni til framtíðar. Bók hefur að geyma hugmyndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Sabína heldur fyrirlestra, námskeið og ráðgjöf varðandi útikennslu og hreyfifærni barna.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd