Páskar 2016: Hvað er hægt að gera á höfuðborgarsvæðinu?

Hafnarhús Biophilia

Það getur verið svolítið erfitt að finna eitthvað skemmtilegt að gera um páskana. Margir ferma og er því víða von á gestum. Grunn- og framhaldsskólar eru allir í fríi og því er mikilvægt að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni.

Hvernig verður blessað veðrið?

Páskarnir eru snemma þetta árið og veðurspáin eftir því ekkert sérlega góð.

Á skírdag gerir Veðurstofan ráð fyrir skýjuðu um allt land nema á sunnanverðum Vestfjörðum og norður við Húsavík þar sem búast má við sólarglætu.

Á föstudaginn langa spáir Veðurstofan enn skýjuðu á sunnanverðu landinu. Margir landsmenn geta þó brosað í kampinn því sól er spáð um aðra landshluta nema á norðanverðum Vestfjörðum og á Raufarhöfn og Húsavík. Þar má gera ráð fyrir alskýjuðu.

Gestir á opnunarathöfn Vetrarhátíðar geta komið með snjóbrettin á Arnarhól. MYND / Vetrarhátíð

Þar sem snjór er á jörð og viðrar vel er tilvalið að skella sér á skíði og snjóbretti. MYND / Vetrarhátíð

Laugardagurinn er heldur leiðinlegri en hina páskadagana. Veðurstofan spáir alskýjuðu sunnanlands, slyddu og leiðindaveðri á SA-landi en lítilsháttar snjókomu á Vestur- Norður og Austurlandi.

Páskadagur verður eilítið skárri en laugardagurinn. Veðurstofan spáir því að skýjað eða alskýjað verði á sunnunverðu landinu en léttskýjað vestanlands. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er því miður gert ráð fyrir snjókomu. Reyndar er reiknað með sólarglætu hjá stuðboltunum á Blönduósi og því tækifæri til að bruna norður og skella sér þar í sund.

Hvað er í boði?

Það getur verið svolítið erfitt að sjá orðin í Orðaleit. Sjáið þið orðin strönd og bolti?

Það getur verið svolítið erfitt að sjá orðin í Orðaleit. Sjáið þið orðin strönd og bolti?

Þótt veðrið lofi ekkert sérstaklega góðu er margt hægt að gera um páskana. Þið verðið bara að klæða ykkur vel.

Í rigningu er fín hugmynd að harðsjóða egg og mála þau síðan. Nota má gamla málningu og annað dót sem til er á heimilinu. Þetta getur verið skemmtileg fjölskyldustund. Að þessu loknu er upplagt að efna til sýningar á skreytingunum og jafnvel hafa keppni um frumlegustu skreytinguna.

Nokkrar hugmyndir að páskadúlli fyrir fjölskylduna.

Svo er líka góð hugmynd að halda spilakvöld fyrir fjölskylduna. Þið getið notað alls konar spil, venjuleg spil eða keppt í borðspilum á borð við Matador, Orðaspilinu eða ýmsum öðrum. Í verðlaun geta verið lítil páskaegg eða súkkulaði.

Spennandi útvarpsleik um 10 ára stelpu

Ríkisútvarpið er að gera afspyrnugóða hluti um páskana. Nú á skírdag verður á Rás 1 fluttur fyrsti þátturinn af fjórum yfir helgidagana af útvarpsleikritinu Ljósberunum eftir Sölku Guðmundsdóttur. Leikritið fjallar um Freyju, 10 ára stelpu í Laugarneshverfinu sem hefur áhuga á ráðgátum og dularfullum málum. Henni líst vægast sagt illa á að hafa Ottó, strákinn úr kjallaranum, hangandi yfir sér alla páskana eins og foreldrar þeirra hafa lagt á ráðin um. Páskafríi Freyju tekur óvænta stefnu þegar krakkarnir finna leynileg skilaboð á dulmáli.

Þegar leikritinu lýkur og sólin lætur á sér kræla er upplagt að fara í göngutúra, hjólatúra, í sund eða á skíði. Svo er líka góð hugmynd að fara niður í fjöru, s.s. niður í Gróttu.

Hvar er opið?

Jóhannes S. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg fjölda listaverka og muna fyrir andlát sitt. Kjarvalsstaðir sýna reglulega verk myndlistarmannsins.

Jóhannes S. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg fjölda listaverka og muna fyrir andlát sitt. Kjarvalsstaðir sýna reglulega verk myndlistarmannsins.

Allskonar afþreying og þjónusta verður í boði á höfuðborgarsvæðinu um páskana.

  • Þjóðminjasafnið er opið nær alla páskana. Opið er á skírdag og föstudaginn langa frá 10-17 og á Páskadag frá 10-14. Lokað er á annan í páskum.
  • Ef þið viljið fara á skíði þá er opið í Bláfjöllum og Skálafelli dagana 24. – 28. mars frá klukkan 10-17. Hafið samt auga með veðurspánni og kannið málið á vefsíðu Skíðasvæðanna.
  • Sundlaugarnar eru allar opnar á höfuðborgarsvæðinu og raunar flestar á landinu yfirpáskana. Einhverjar eru lokaðara á skírdag og páskadag en aðrar eru tímabundið opnar. Þið getið á Úllendúllen hvaða sundlaugar eru opnar um páskana.
  • Athugið að öll söfn Borgarbókasafns Reykjavíkur eru lokuð yfir páskana.
  • Listasöfn Reykjavíkur eru opin alla páskana nema á páskadag. Ásmundarsafn er opið frá klukkan 13-17 og Kjarvalsstaðir frá klukkan 10-17. Hafnarhús er opið á sama tíma. Á skírdag er Hafnarhús hins vegar opið lengur eða til klukkan 20. Voruð þið búin að sjá sýninguna á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum? Við skoðuðum hana um daginn.
  • Smáratívolí er líka opið um páskana nema á föstudaginn langa og á páskadag. Tívolíið er alla jafna opið frá klukkan 12-22 nema á laugardag en þá er það opið til klukkan 23.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd