Páskar 2016: Hvað er hægt að gera á Akureyri?

Það er góð æfing að fara upp og niður kirkjutröppurnar á Akureyri. MYND / SBB

Það er góð æfing að fara upp og niður kirkjutröppurnar á Akureyri. MYND / SBB

Það getur verið svolítið erfitt að finna eitthvað skemmtilegt að gera um páskana.

Við erum alltaf að leita að einhverju skemmtilegu að gera. Nú skoðuðum við Norðurlandið og beinum kastljósinu að Akureyri. Páskar eru skemmtilegir!

Veðurstofan spáir ekkert æðislegu veðri um páskana. En þá er um að gera og verjast kuldabola með skjólgóðum fötum.

Spennandi leikrit um 10 ára stelpu

Hér áður fyrr, á þeim árum sem börn kalla gamla daga en eru í raun kannski aðeins 30 ár eða svo, skrúfuðu börn frá útvarpinu og lögðu við hlustir þegar sendar voru út sögur og leikrit. Þetta er hægt að gera á nýjan leik um páskana.

Ríkisútvarpið er að gera afspyrnugóða hluti um páskana. Nú á skírdag verður á Rás 1 fluttur fyrsti þátturinn af fjórum yfir helgidagana af útvarpsleikritinu Ljósberunum eftir Sölku Guðmundsdóttur. Leikritið fjallar um Freyju, 10 ára stelpu í Laugarneshverfinu sem hefur áhuga á ráðgátum og dularfullum málum. Henni líst vægast sagt illa á að hafa Ottó, strákinn úr kjallaranum, hangandi yfir sér alla páskana eins og foreldrar þeirra hafa lagt á ráðin um. Páskafríi Freyju tekur óvænta stefnu þegar krakkarnir finna leynileg skilaboð á dulmáli.

Margt að gera

Akureyrarstofa er með frábæra vefsíðu fyrir þá sem vilja kynnast bænum og eru þar með flott viðburðadagatal. Við kíktum í dagatalið og birtum nokkrar tillögur úr því hér að neðan.

Auðvitað er hægt að gera margt annað en fram kemur hér. Það er til dæmis hægt að skutlast til Dalvíkur, Ólafsfjörð og jafnvel til Siglufjarðar til að fá smjörþef af Ófærð. En svo er líka frábært að skoða Akureyri, fá sér ís, skoða Nonnahús, hús Matthíasar Jochumssonar og fá sér ís.

Góða skemmtun!

24. mars – Skírdagur

 • Sundlaug Akureyrar: Opið 09.00 – 19.00
 • Hlíðarfjall opið frá kl.09.00 – 16.00
 • Skíðarútan fer upp í fjall kl. 9.00 – 12.00 og aftur niður kl. 13.00, 15.00 og 16.10.
 • Ketilhúsið: kl. 12.00 – 17.00. Sýningin Sköpun bernskunnar 2016
 • Iðnaðarsafnið: kl.13.00-17.00
 • Farið út í Hrísey: kl.13.00- 16.00
 • Listasafnið á Akureyri: kl. 12.00-17.00.
 • Ljósmyndasýningin Fólk.
 • Minjasafnið á Akureyri: kl.13.00 – 16.00.
 • Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi: kl.14.00-17.00. Komdu og upplifðu bernskuna eða sjáðu hvernig leikföngin voru þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung.
 • Menningarfélag Akureyrar: kl.16.00 Fjölskyldusýningin Píla Pína í Menningarhúsinu Hofi
 • Vetrarhátíðin Iceland Winter Games, nánari upplýsingar um dagskrá á www.icelandwintergames.com

25. mars – Föstudagurinn langi

 • Sundlaug Akureyrar: Opið 09.00 – 19.00
 • Hlíðarfjall opið frá kl.09.00 – 16.00 Skíðarútan fer upp í fjall kl. 9.00 og 12.00 og aftur niður kl. 13.00, 15.00 og 16.10.
 • Keilan: kl. 11.00 – 23.30
 • Ketilhúsið: kl. 12.00 – 17.00. Sýningin Sköpun bernskunnar 2016
 • Listasafnið á Akureyri: kl. 12.00-17.00. Ljósmyndasýningin Fólk.
 • Iðnaðarsafnið: kl.13.00-17.00
 • Minjasafnið á Akureyri: kl.13.00 – 16.00.
 • Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi: kl.14.00-17.00. Komdu og upplifðu bernskuna eða sjáðu hvernig leikföngin voru þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung.
 • Vetrarhátíðin Iceland Winter Games, nánari upplýsingar um dagskrá á www.icelandwintergames.com

26. mars laugardagur

 • Sundlaug Akureyrar: Opið kl. 09.00 – 19.00
 • Hlíðarfjall opið frá kl. 09.00 – 16.00
 • Keilan: kl. 11.00 – 23.30
 • Hlíðarfjall: kl.11.00 Páskaeggjamót, samhliða svig.
 • Ketilhúsið: kl. 12.00 – 17.00. Sýningin Sköpun bernskunnar 2016
 • Listasafnið á Akureyri: kl. 12.00-17.00. Ljósmyndasýningin Fólk.
 • Minjasafnið á Akureyri: kl.13.00 – 16.00.
 • Sundlaugin í Hrísey: Opið kl. 13.00 – 16.00
 • Iðnaðarsafnið: kl.13.00-17.00
 • Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi: kl.14.00-17.00. Komdu og upplifðu bernskuna eða sjáðu hvernig leikföngin voru þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung.
 • Menningarfélag Akureyrar: kl.16.00 Fjölskyldusýningin Píla Pína í Menningarhúsinu Hofi
 • Vetrarhátíðin Iceland Winter Games, nánari upplýsingar um dagskrá á www.icelandwintergames.com

27.mars – Páskadagur

 • Sundlaug Akureyrar: Opið 09.00 – 19.00
 • Hlíðarfjall opið frá kl. 09.00 – 16.00
 • Hjólreiðafélag Akureyrar: kl.10.00 Hjólreiðaæfing, lagt af stað frá Hofi.
 • Keilan: kl. 12.00 – 22.00
 • Ketilhúsið: kl. 12.00 – 17.00. Sýningin Sköpun bernskunnar 2016
 • Listasafnið á Akureyri: kl. 12.00-17.00. Ljósmyndasýningin Fólk.
 • Iðnaðarsafnið: kl.13.00-17.00
 • Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi: kl.14.00-17.00. Komdu og upplifðu bernskuna eða sjáðu hvernig leikföngin voru þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung.
 • Vetrarhátíðin Iceland Winter Games, nánari upplýsingar um dagskrá á www.icelandwintergames.com

28. mars – Annar í páskum

 • Sundlaug Akureyrar: Opið 09.00 – 18.30
 • Hlíðarfjall opið frá kl. 10.00 – 16.00 Skíðarútan fer upp í fjall kl. 9.00 og 12.00 og aftur niður kl. 13, 15 og 16.10.
 • Ketilhúsið: kl. 12.00 – 17.00. Sýningin Sköpun bernskunnar 2016
 • Listasafnið á Akureyri: kl. 12.00-17.00. Ljósmyndasýningin Fólk.
 • Hrísey: kl.13.00- 16.00 Sundlaugin í Hrísey: kl. 13.00 – 16.00
 • Minjasafnið á Akureyri: kl.13.00 – 16.00.
 • Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi: Komdu og upplifðu bernskuna eða sjáðu hvernig leikföngin voru þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung. Opið skv. samkomulagi
 • Vetrarhátíðin Iceland Winter Games, nánari upplýsingar um dagskrá á www.icelandwintergames.com

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd