Páskar 2017: Hvar er hægt að fara í sund um páskana?

Blöndós skartar sundlaug með vatnsrennibrautum

Það er alltaf bæði gott og gaman að fara í sund í löngum fríum eins og í páskafríinu.

En það er ekki aldeilis svo að hægt er að stinga sér til sunds alla páskahelgina. Þvert á móti.

Lokað er í sumum sundlaugum á Skírdag. Það er ýmist til hátíðarbrigða eða vegna viðhalds eins og í sundlauginni í Ásgarði í Garðabæ og Sundhöll Hafnarfjarðar. Víða er lokað á Föstudaginn langa. Laugardagurinn er hins vegar hefðbundinn og alls staðar opið eins og aðra laugardaga. Páskadagurinn er svo eins misjafn og Skírdagur.

Á vefsíðunni www.sundlaugar.is má finna fréttir um sundlaugar landsins. Þar er að finna lista yfir það hvaða sundlaugar eru opnar og hvenær um páskana.

Ef ykkur langar allt í einu í sund yfir páskana þá mælum við með því að þið rennið yfir listann áður en þið hendið sunddótinu í poka.

Gleðilega páska!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd