Pálína bakar pönnukökur á prímus

qmnO08bWIGJKZy7Tu8iwIlZF0dyW2RJnkYxVzsv3ttY

Hvað er gaman að gera á sunnudögum?

Pálína Ósk Hraundal ferðamálafræðingur á svar við því. Hún býr í Ósló í Noregi með fjölskyldu sinni og fer markvisst í ferðir út í náttúruna:

„Ef við fjölskyldan ætlum að gera okkur glaðan dag þá tökum við gjarnan pönnukökudeig með í flösku og steikjum okkur nokkrar pönnsur úti yfir prímus. Það er létt og auðvelt að ferðast með þetta í bakpokanum og lítil fyrirhöfn, Pönnukökurnar eru frábærar, til dæmis á sunnudögum þegar við getum sest niður í ró og næði og notið þess að gera vel við okkur. Allir elska pönnsurnar og þær bragðast enn þá betur úti.“

 

Dreymdi um að ganga á fjöll

frettabladid

Pálína ræddi um áhuga sinn á útivist í viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagði hún áhugann hafa kviknað þegar hún var í sveit í Trékyllisvík á Ströndum.

„Mér fannst eitthvað framandi við fjallgöngufólkið sem kom á sumrin til að takast á við fjöllin í sveitinni. Ég sá þetta draumkennt fyrir mér og dreymdi um að gera slíkt hið sama,“ segir hún og bendir á að það sem sitji í minningunni séu fjöruferðirnar.

„Þar gat ég eytt heilu dögunum og spáð í náttúruna, tínt skeljar og pælt í fuglunum. Þessi áhugi hefur svo fylgt mér alla tíð,“ segir Pálína.

Komið börnunum af stað

„Við erum sannfærð um að útivera bætir og kætir, því reynum við að flétta útivist inn í dagsdaglegt líf okkar með alls konar skemmtilegum hugmyndum. Gönguferðir og útieldun eru í miklu uppáhaldi,“ segir Pálína. Hún bætir við að fátt sé skemmtilegra en að ganga inn í dali í Noregi og upp á fjöll. Góður prímus eyðileggi aldrei upplifunina.

Pálína segir marga vinna gott starf sem auðveldi krökkum og unglingum að komast af stað og tileinka sér útiveru. Hægt sé að fara í siglingaklúbb, nýliðaprógramm hjá björgunarsveitum og fara í ferð á vegum Ferðafélags unga fólksins, sem er á vegum Ferðafélags Íslands.

Fjöldi siglingaklúbba býður upp á námskeið fyrir ungt fólk:

Vatnasportsklúbbur Sigluness

Siglingaklúbburinn Þytur

Siglingafélag Reykjavíkur

Nökkvi – félag siglingarmanna á Akureyri

Hafið þið skoðað skoðað nýliðagramm hjá björgunarsveitunum?

Að byrja í björgunarsveit

Björgunarsveitin Ársæll

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Björgunarsveitin Kjölur

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd