Nú geturðu lært að forrita þinn eigin tölvuleik!

Þau eru mörg sem prófa tölvuleiki og fá þá hugmynd að búa til sinn eigin leik. En hvernig er tölvuleikur búinn til?

Krakkar á aldrinum 7-12 ára geta fengið að kynnast forritunarumhverfinu Scratch í Sjóminjasafninu sunnudaginn 19. september. Þar er geta þau smíðað sinn eigin tölvuleik og leyft ímyndunaraflinu að njóta sín undir handleiðslu þjálfara frá Skema í HR.

Þátttakendur tileinka sér grunnforritun, forritunarlega hugsun, röð aðgerða og ýmis forritunarhugtök og geta þannig haldið áfram að skapa þegar heim er komið. Á meðan smiðjunni stendur geta forráðamenn kíkt á sýningar safnsins (kostar 1.800 kr. inn fyrir fullorðna) eða bara notið þess að rölta um Grandann og alls þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Smiðjan tekur 2 klukkustundir, er gjaldfrjáls og hentar vel aldursbilinu 7-12 ára. Engar hæfniskröfur eru um tölvufærni eða þekkingu á forritun. Læsi er þó skilyrði.

Aðeins 15 pláss eru í boði og þarf að skrá börnin í síma 411-6340.

Smiðjan er hluti af viðburðaröðinni Fjölskylduhelgar Borgarsögusafns.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd