Nú geta allir spilað í lestrarbingói Allir lesa

Nú er landsleikurinn Allir lesa í fullum gangi og hafa tæplega 2.000 þátttakendur lesið í rúmlega 20.400 klukkustundir. Þetta jafngildir 850 dögum á þeim 13 dögum sem af eru í keppninni. Nóg er eftir og enn bætast við nýir notendur daglega.

Það er gaman að lesa bækur. En það er hægt að gera hann ennþá skemmtilegri.

Þau sem standa að verkefninu Allir lesa hafa búið til bókabingó. Bingóið er öðru fremur búið til fyrir þá sem vantar lestrarhvatningu. Eldri og reyndari lestrarhestar geta líka fundið margt við sitt hæfi á bingóspjaldinu.

Hér að neðan má ná í mynd af bingóspjaldinu. Það er líka hægt að smella á hlekkinn og prenta bingóspjaldið út: http://allirlesa.is/library/Myndir/B%C3%93KABING%C3%93.jpg

Heimili og skóli hafa verið að deilda bókabingóinu og hvetja bókaorma til að smella af sér mynd við lesturinn og deila henni á Facebook og Instragram undir myllumerkinu #allirlesa. Frumlegasta lestrarmyndin verður valin og lestrarhesturinn verðlaunaður þegar Allir lesa hættir.

Hér að ofan má sjá Bergrúnu Írísi Sævarsdóttur, verkefnastjóra Allir lesa, með bókabingóspjaldið sitt.

Hvar finnst ykkur best að lesa?

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd