Nú er úti veður vott…. Og hvað er þá hægt að gera?

Hún er ekki hressileg veðurspáin um helgina. Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi bæði laugardag og sunnudag með tilheyrandi vatnavöxtum víða um sunnanvert landið.

Það verður vart hundi út sigandi.

En hvað er þá hægt að gera?

Það er helling hægt að gera innandyra, spila á allskonar spil, bæði þessi klassísku og borðspil, púsla og lesa bækur. En svo eru viðburðir víða.

Hér eru hugmyndir fyrir helgina:

Laugardagur:

  • Húlladúllan ætlar að mæta í Borgarbókasafnið í Sólheimum laugardaginn 26. maí á milli klukkan 12:00  – 14:00. Þar slær hún upp húllasýningu og leyfir gestum að prófa. Lesa meira um viðburðinn…
  • Rithöfundurinn Helga Gunnarsdóttir les og spjallar um ærslabelginn Fíusól í Bókasafni Kópavogs. Lesa meira um viðburðinn…

Sunnudagur

  • Boðið er upp á sögustund á filippseysku og íslensku í barnadeildinni á 2. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni í Reykjavík sunnudaginn 27. maí. Eftir sögustundina verður hægt að spreyta sig í því að búa til filipískar mottur. Lesa meira um viðburðinn…
  • Hreyfivika UMFÍ hefst í næstu viku. Í tilefni af því efnir Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ til Gúrkuhlaups fjölskyldunnar að Varmá sunnudaginn 27. maí kl. 13:00. Hægt er að hlaupa annað hvort 400 eða 600 metra hring og fá allir þátttakendur lítinn glaðning þegar þeir koma í mark. Lesa meira um viðburðinn…

 

Hvað ætlið þið að gera um helgina? Þið getið sent okkur línu hvenær sem er á Facebook eða í tölvupósti á netfangið ullendullen@ullendullen.is.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd