Norræna húsið er ævintýraheimur

 

2015-05-16 11.24.41

Nú hefur kólnað í veðri og fyrsti snjórinn farinn að láta sjá sig. Þegar kuldaboli lætur á sér kræla er gott að leika sér nálægt húsaskjóli.

Umhverfi Norræna hússins í Vatnsmýri er skemmtilegt. Þar er að finna ýmis konar leiktæki úr náttúrulegum efnum, viðarboli sem gaman að er klifra upp á, sandkassa og tjörn til að fleyta litlum krakkatogurum á. Vatnsmýrin sjálf er líka leiksvæði fyrir forvitna krakka á öllum aldri enda dýralífið fjörugt.

Dularfullt bókasafn

Þegar boli fer að blása fyrir alvöru er uppálagt að kíkja inn í hús. Í norræna húsinu er frábært bókasafn. Á bókasafni Norræna hússins er að finna bækur og blöð frá Norðurlöndunum. Þar er einnig hægt að fá lánaðar hljóðbækur og DVD myndir og hlaða niður rafbókum í gegnum heimasíðu safnsins. Í safninu er einnig Artótek með grafíkmyndum eftir norræna listamenn, sem hægt er að fá að láni. Barnahellir í bókasafninu er sérsniðinn að þörfum yngri kynslóðarinnar og fjölskyldum þeirra. Leiðin niður í Barnahellinn er svolítið dularfull en mjög skemmtileg.

 

Alltaf opið

En hvað er þetta Norræna hús? Norræna húsið opnaði árið 1968. Þetta er stofnun sem á að stuðla að samvinnu og efla tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna. Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði húsið, sem er svolítið öðruvísi en passar vel inn í Vatnsmýrina.

Norræna húsið er opið alla daga vikunnar og um og almennt enginn aðgangseyrir að neinum viðburðum sem Norræna húsið sjálft stendur fyrir. Á virkum dögum er opið frá klukkan 9-17 en um helgar frá 12 til 17. Bókasafnið opnar svo klukkan 11 á virkum dögum en 12 um helgar.

Fram að þessu hefur Norræna húsið skipulagt og haft frumkvæði af margvíslegum menningarviðburðum og sýningum.

Norræna húsið er bæði bakhjarl og þátttakandi í helstu menningarviðburðum Íslands s.s Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Listahátíð Reykjavíkur og Norræna tískutvíæringnum en Norræna húsið átti frumkvæðið að þeim viðburði.

Auk þess er í húsinu veitingastaðurinn AALTO Bistro sem rekinn er af Sveini Kjartanssyni sem meðal annars hefur unnið sjónvarpsþætti og bækur um matargerð.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd