Pizza er góður matur að margra mati. Föstudagskvöldin eru pizza-dagar hjá mörgum fjölskyldum. En hver gerir pizzuna heima hjá þér? Munið eftir sögunni um litlu gulu hænuna. Það er góð saga. Það er miklu skemmtilegra þegar allir hjálpast við að búa til pizzuna. Mamma eða pabbi geta búið til deigið en krakkarnir skorið meðlætið.
Engar áhyggjur, börnin passa litlu fingurna sína afskaplega vel.
Við lumum ekki á neinni uppskrift enda eigið þið örugglega ykkar uppáhalds pizzu.
Það er gaman að elda saman.
Pizza í matinn – leyfið börnunum að elda
Lesið viðtalið við Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur. Hún er mamma kaffikrakkans og kökukrakkans, tveggja hressra bræðra sem eru algjörir sælkerar. Jóhanna segir mikilvægt að foreldrar verji tíma með börnum sínum og leyfi þeim að spreyta sig – ekki síst við heimilisstörfin og í eldhúsinu.
Strákarnir fylgdust svo vel með foreldrum sínum í eldhúsinu að nú eru þeir farnir að hella sjálfir upp á dýrindis kaffi og sjá um meðlætið. Það gerist varla betra.
Eitt er víst að engin pizza er betri en sú sem maður eldar sjálfur hvort sem maður er ungur eða gamall.