16 túlípanasæti í litríkri Mjódd

Við Mjódd í Breiðholti eru þrjú torg. Þau hafa fengið allsherjar andlitslyftingu eftir vel heppnaða aðgerð sem er að ljúka. Í andlitslyftingunni fólst að svæðið var hellulagt upp á nýtt, snjóbræðsla sett undir helstu gönguleiðir og gróðri plantað í upphækkuð blómaker.

Með breytingunni er áhersla lögð á að auka yndi og ánægju vegfarenda með litum og lýsingu, enda gefa litir lífinu lit og gera allt svo miklu skemmtilegra.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í vikulegu fréttabréfi sínu breytinguna tengjast fjölda verkefna sem munu styrkja Breiðholtið.

Ljósarammar og fleira stuð

Það kennileiti sem mun líklega vekja mesta athygli vegfarenda um Mjóddina eru 16 túlípanar sem komið hefur verið fyrir á milli Þangbakka 8-10 og Mjóddarinnar. Túlípanarnir þjóna ekki einungis fagurfræðilegum tilgangi heldur nýtast þeir einnig sem þægileg snúningssæti og ruslatunnur taka meira að segja á sig hið sveigða form túlípana.

Á torgunum í Mjóddinni er lífið nú miklu betra með spennandi  ljósalistaverkum í allskonar litum, litskrúðugur og öðruvísi hjólabogi, gras- og gróðursvæðum og ljóslínur í hellulögn.

Þarna eru líka litríkir ljósrammar sem hvetja fólk til að staldra við, leika sér og taka myndir. Rammarnir eru um það bil 2-3 metrar í þvermál, auk þess er þeim snúið um miðás þannig að úr verður áhugavert form sem er breytilegt eftir sjónarhorni. Í römmunum eru einnig lampar sem endurkasta liti rammanna út í umhverfið.

Rammarnir bjóða því upp á ólíka stemmingu eftir því hvort að það er dagur, ljósaskipti eða nótt.

Allt svæðið er skipulagt með það að markmiði að hvetja fólk til að staldra við, leika sér og taka myndir bæði hvert af öðru og öðrum að leik.

Heildarhönnun svæðisins í Mjódd fær að njóta sín á öllum árstíðum og allan sólarhringinn og þess vegna verður þetta alveg frábær svæði í vetur.

Ljósmyndin sem hér fylgja með að ofan er birt með leyfi fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Fleiri myndir og meiri umfjöllun má sjá á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd