Markús og synir finna viðburðina á Úllendúllen

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Markús Már Efraím, ritlistarkennari og faðir, fylgist með Úllendúllen og Facebook til að finna skemmtilega viðburði fyrir fjölskylduna. Markús býr í Vesturbænum í Reykjavík ásamt sonum sínum, þeim Úlfi Kalman fjögurra ára og Baltasar Braga tveggja ára. Þeir eru bíllausir og ferðast lengri leiðir með strætó.

Viðtal er við Markús í Fréttatímanum um samverustundir fjölskyldunnar.

Hann segir fjölskylduna duglega að nýta sér það sem boðið er upp á í Vesturbænum og fer hann í sund í Vesturbæjarlauginni á hverjum degi með strákunum eftir leikskóla. Um helgar fara þeir í aðrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.

Fara með strætó í Laugardalinn

„Við förum í göngutúra um hverfið og niður á höfn, heimsækjum bókasafnið, kíkjum í fjöruna við Ægisíðuna og flökkum á milli allra földu rólóvallanna á Högunum. Þegar eitthvað sérstakt er í boði eins og nýleg Vatnsmýrarhátíð og sjómannadagurinn, þá sækjum við gjarnan þangað. Ef maður er duglegur að fylgjast með á Facebook eða vefsíðum, eins og Úllendúllen, þá er nánast alltaf hægt að ramba á einhverja viðburði. Svo er alltaf gott að breyta til með því að taka strætó í Laugardalinn, rölta um Grasagarðinn og heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.“

Screen Shot 2016-06-10 at 13.19.59

Markúsi finnst ekki nauðsynlegt að vera alltaf með skipulagða dagskrá fyrir börnin heldur finnist honum gaman að leyfa strákunum sínum oft að stjórna ferðinni.

„Ef þeir eru hamingjusamir með að leika sér í sömu rólunni í klukkutíma þá er það bara best í heimi þá stundina og við reynum, a.m.k., að njóta þess að vera í núinu heldur en að stressa okkur á að halda í skipulagða dagskrá.“

Hver er Markús?

Á síðasta ári var Markús með ritlistarnámskeið fyrir börn á Kjarvalsstöðum en líka í frístundinni Kampi við Austurbæjarskóla. Afraksturinn af námskeiðinu í Kampi var bókin Eitthvað illt á leiðinni er, sem innihélt hryllingssögur eftir börnin.

Ritsmiðjur Markúsar fengu á dögunum Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur auk þess sem hann hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að skrifa kennslubók í draugasögugerð fyrir krakka.

Börnin læra af hryllingi

Markús segir mikilvægt að kenna börnum ritlist svo þau geti notið þess sem leynist í rituðu máli. Hryllingurinn sé lykillinn að því að læra að njóta að semja og læra að lesa.

Rithöfundurinn Gerður Kristný er á sama máli og Markús um jákvæð áhrif hryllingssagna á börn.

Þetta segir Gerður í viðtali við Úllendúllen.

Mikil eftirspurn var eftir ritlistarnámskeiði Markúsar og setti hann í gang draugasögunámskeið í Klifinu í Garðabæ og Gerðubergi í Breiðholti í sumar. Þetta eru fimm vikulöng námskeið fyrir 8-10 ára krakka og 10-13 ára börn.

Hér getur þú skráð börnin á ritlistarnámskeið í Garðabæ í sumar.

Viðburðadagatal Úllendúllen

Eruð þið að leita að einhverju skemmtilegu að gera? Á forsíðu Úllendúllen eru hugmyndir að einhverju að gera. Í viðburðadagatali Úllendúllen er svo hægt að finna hvað er að gera á hverjum degi.

Viðburðadagatalið er auðvitað ekki fullkomið. Ef þið viljið koma einhverju á framfæri eða vitið hvað getur farið betur að senda okkur skilaboð. Við svörum öllum. Þið getið smellt á okkur línu á Facebook eða sent skeyti á ullendullen@ullendullen.is.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd