Börn geta hjálpað til við ýmislegt á heimilinu frá unga aldri, að sögn Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík.
Hún var á dögunum í viðtali um skólann á Stöð 2 og veitti þar ýmist nytsamleg húsráð. Í viðtalinu kom fram að hún hefur verið skólastjóri frá árinu 1998.
Nemendur Hússtjórnarskólans eru flestir konur sem langar til að læra að elda, prjóna, vefa og sauma á sig föt, að sögn Margrétar.
Margrét segir börn geta gert margt alveg frá tveggja ára aldri og upp úr. Verkin eru í fyrstu lítið og gagnlegt og verða erfiðari eftir því sem börnin eldast. Allt miðar þetta að því að börnin geti orðið sjálfstæð á heimilinu og séð um sig sjálf.
Listi Margrétar:
Börn á aldrinum 2-3 ára:
- Ganga frá dóti
- Gefa gæludýrum mat
- Setja óhrein föt í þvottakörfuna
- Þurrka upp ef hellist niður
- Þurrka ryk
- Raða bókum
Börn á aldrinum 4-5 ára:
- Búa um rúmið
- Tæma ruslafötu
- Sækja póst
- Ganga frá á borðinu
- Hjálpa til við garðvinnu
- Nota handryksugu til þess að hreinsa mylsnu
- Vökva blóm
- Ganga frá úr uppþvottavél
- Vaska upp plastdiska í vaskinum
- Fá sér morgunkorn sjálf
Börn á aldreinum 6-7 ára:
- Flokka þvott
- Rykmoppa gólf
- Leggja á borð og ganga frá því
- Hjálpa til við að útbúa nesti
- Hjálpa til við garðvinnu
- Halda herberginu sínu hreinu
Börn á aldreinum 8-9 ára:
- Ganga frá í uppþvottavél
- Ganga frá matvörum eftir innkaup
- Ryksuga
- Hjálpa til við að elda kvöldmat
- Búa sér til sitt eigið nesti
- Þurrka af borði efti máltíð
- Ganga frá sínum eigin þvotti
- Sauma í
- Útbúa sér morgunmat
- Skræla grænmeti
- Elda einfaldan mat (rista brauð)
- Sópa gólf
- Fara með gæludýr í göngutúr
Börn á aldrinum 10 ára og eldri:
- Ganga frá úr uppþvottavél.
- Brjóta saman þvott
- Þrífa baðherbergi
- Þvo glugga
- Því bílinn
- Elda einfalda máltíð
- Strauja
- Þvo þvott
- Passa yngri systkini (með foreldra á heimilinu)
- Taka til í eldhúsi
- Skipta um á rúminu