Frisbígolf nýtur mikill vinsælda allt árið um kring

imSOvYT6ydYC-AxxUABM0W1j6xi__5WYigdiO9N_J6Q

Vinsældir frisbígolfs hafa aukist mikið upp á síðkastið. Fyrsti frisbígolfvöllurinn var tekinn í notkun á Akureyri árið 2001. Vellirnir eru nú 30 talsins og líkur á að þeim fjölgi mikið á næstu ári.

Algjör sprenging var í fjölda þátttakenda í frisbígolfi síðasta sumar og voru vinsælustu vellirnir þéttsetnir á sólríkum dögum. „Biðröð var við flesta teiga á vellinum á Klambratúni oft í sumar. Þetta höfum við ekki séð áður. Völlurinn þar er vinsælasti völlur landsins enda notaður alla daga ársins, óháð veðri og árstíma,“ segir Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolfsambandsins.

Rætt er við Birgir og fjallað um frisbígolf í Fréttablaðinu.

2015-04-04 17.12.39

Frisbígolfvöllunum hefur fjölgað mikið síðustu árin. Í Fréttablaðinu kemur fram að þeim hafi fjölgað úr 7 í 30 á síðastliðnum fimm árum, þar af hafa 10 nýir vellir verið teknir í notkun á síðustu tveimur árum. Birgir telur að innan tveggja ára verði komnir 50 frisbígolfvellir í notkun á Íslandi.

 

Rosalega vinsæl íþrótt

Á bilinu 12-15.000 manns spila frisbígolf, að mati Birgis hjá Íslenska frisbígolfsambandinu. Fjögur fyrirtæki flytja inn frisbídiska hér á landi. Sem dæmi um fjölgunina seldust 400 diskar í Neskaupsstað þegar völlur var þar opnaður í sumar.

Birgir segir nokkrar ástæður fyrir vinsældum frisbígolfsins. Í fyrsta lagi var veðrið gott í sumar. Í öðru lagi kostar ekkert að spila á þeim 30 völlum sem eru vítt og breitt um Ísland. En svo er kostar ekki mikið að skella sér í frisbígolf enda kostar einn diskur aðeins um 2.000 krónur.

Frisbígolf takmarkast ekki við sumarið því hægt er að spila leikinn allt árið um kring og er veðrið engin fyrirstaða.

buD5OgT0_THxHknJNeTOTRF5S7jKSk4tRI-Y6qPKkOo

Vantar ykkur meiri upplýsingar um frisbígolf?

Hvað eru frisbígolfvellir á Íslandi? Smelltu hér og sjáðu kort af völlunum

Frisbígolfvöllurinn á Flúðum er flottur

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd