Mannfræðingurinn Sara stýrir Mannfræði á krakkamáli

Sara og fleiri á Borgarbókasafninu eru gríðarlega spenntir fyrir vinnusmiðjunni um mannfræði.

Sara Sigurbjörns-Öldudóttir stýrir vinnustofunni Mannfræði á krakkamáli á vegum Borgarbókasafnsins dagana 11. – 15. júní ásamt Niku Dubrovsky, sem er upphafsmaður verkefnisins. Vinnustofan er fyrir börn og ungmenni á aldrinum 9-12 ára. Stjórnendur bókasafnsins eru í skýjunum eftir að þeir sáu námsgögnin, sem þau segja virka mjög áhugaverð.

Í vinnustofunum Mannfræði á krakkamáli fá nemendur að skapa sína eigin þjóð í vinnustofunni. Þau teikna landið (eða eyjuna, eða plánetuna, eða geimskipið), skapa menningu þjóðarinnar, setja upp lög og reglur, föndra gjaldmiðla og margt fleira. Markmiðið er að þau læri hugtök úr mannfræðinni á skemmtilegan og skapandi hátt og verði fyrir vikið gagnrýnni á allan hátt.

Krakkarnir vinna bæði inni og úti eftir því sem veður leyfir.

 

Börn beiti gagnrýninni hugsun

Verkefnið er hugsað út frá mikilvægi þess að hvetja börn og ungt fólk til að nýta eigin sköpunarkraft, beita gagnrýnni hugsun og draga sjálfstæðar ályktanir um uppbyggingu samfélagsins og stofnanir þess. Þannig er lagður grundvöllur að lýðræðisvitund, víðsýni og samfélagslæsi til framtíðar.

Þátttakendur í vinnustofunni vinna eigin hugmyndir og fantasíu í myndir, kort og texta sem sett verða upp í sýningu að smiðjunum loknum í Spönginni og í Gerðubergi. Afraksturinn verður jafnframt innlegg í næstu bók Niku Dubrovsky.

 

Ítarlegri upplýsingar um vinnustofurnar er að finna á vef Borgarbókasafnsins: Viðburðadagatal Borgarbókasafnsins

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd