Gerum okkar eigið jólaskraut

Það er gaman að mála sínar eigin jólamyndir.

Það er gaman að gera sitt eigið jólaskraut.

Jólaskraut getur verið svolítill hausverkur. Jólaskraut er iðulega samansafn af dóti héðan og þaðan, sem sumt hvert hefur eilítið tilfinningalegt gildi, á jafnvel hluta í hjarta hvers og eins og geymt eins og gimsteinn í kassa fram að aðventu eða Þorláksmessu.

Ódýrt jólaskraut

En skraut þarf ekki að vera fokdýrt og glansandi. Skemmtilegasta en jafnframt fallegasta jólaskrautið getur verið það persónulegasta. Það er jólaskrautið sem við gerum sjálf.

Það er gaman þegar fjölskyldan sest niður við eldhúsborðið og ákveður að búa til sitt eigið jólaskraut og jólamyndir sem hengja má á jólatré og hillur.

Ímyndarafl og skraut

Ekki þarf mikið til að búa til jólaskraut við eldhúsborðið. Það eina sem þarf eru nokkur hvít blöð, blýantar og litir (annað hvort tré- eða tússlitir) – og ímyndunarafl. Þið þurfið aðeins að ákveða stærðina á jólamyndunum. Gott er að marka ramma myndarinnar með glasi eða reglustiku. Inn í rammann getið þið teiknað hvað sem þið viljið og litað.

Ef þið teiknið myndir á vélritunarpappír er gott að plasta myndirnar ef þið ætlið að geyma þær.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd