Magga litla (Magnúsi Torfa Jóhannssyni) finnst mjög gaman að hlaupa í gegnum vatnið frá úðaranum úti í garði á góðviðrisdögum, sem eru þó allt of sjaldan að hans mati. Þegar hann er inni á Lego hug hans allan.
Maggi verður fjögurra ára í desember.
Hann fer líka með mömmu og pabba í sund og í hjólatúra en fer oft á bókasöfn og valdi sér í síðustu ferð bók um mannslíkamann. Nú veit hann því allt um beinagrindina, hjartað og blóðflögurnar.
Maggi fer á óperu
Maggi hefur gaman af tónlist og hlusta á Kraftwerk, Töfraflautuna eftir Mozart, Michael Jackson og allt sem hægt er að dansa við.
Móðir Magga sendi Úllendúllen þessa bráðskemmtilegu lýsingu á því sem honum finnst gaman að gera. Hún telur víst að Magga finnist gaman á Ævintýraóperunni Baldursbrá.
Maggi hlýtur fyrsta glaðninginn sem Úllendúllen gefur lesendum sínum. Fyrsta gjöfin eru tveir miðar á Ævintýraóperuna Baldursbrá í Hörpu í kvöld, mánudagskvöldið 31. ágúst.
Til hamingju Maggi og góða skemmtun!
[ad name=“POSTS“]