Lóa Schriefer er 11 ára og býr í Ohio í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni.
Hún er fædd og uppalin í Ohio en kemur til Íslands þrisvar á ári, í vetrar- og sumarfríum.
Lóa segir í samtali við Barnablað Morgunblaðsins skemmtilegra að fara út að labba á Íslandi, hjóla og fara í sund en í Ohio.
„Það eru sundlaugar í Ohio en þær eru svo kaldar. Mér finnst skemmtilegt að leika mér í sundlaugunum á Íslandi,“ segir hún í samtali við blaðið.
Sundlaugar eru út um allt á Íslandi og hægt að fara í sund í nánast hverju bæjarfélagi. Á vefnum sundlaug.is má finna ýmsar upplýsingar um sundlaugar á Íslandi. Þar getur fólk gefið sundlaugum einkunn. Hæstu meðaleinkunnirnar fá Þelamerkurlaug í Laugalandi í Hörgársveit. Næst á eftir kemur Lágafellslaug í Mosfellsbæ, Sundlaugin á Húsavík, Sundlaug Kópavogs og sundlaugin í Vestmannaeyjum.
Sundlaugin á Hofsósi er stórskemmtileg. Hún var byggð árið 2007 og var valin fallegasta sundlaug landsins í Fréttablaðinu árið 2014.
[ad name=“POSTS“]