Litlir fætur geta gengið að fossinum Glanna

Fossinn Glanni er afar fallegur að sjá í góðu vetrarveðri.

Fossinn Glanni er afar fallegur að sjá í góðu vetrarveðri.

Það er virkilega gaman að fara í stutt ferðalag um helgar. Stuttur bíltúr í góðu veðri og hæfilegur göngutúr fyrir litla fólkið í fallegu veðri er góð blanda. Fossinn Glanni í Norðurá í Borgarfirði sameinar þetta tvennt.

Fossinn Glanni í Borgarfirði hefur lengi verið til en hans er getið í annálum frá 14. öld. Þið verðið að passa ykkur á að rugla ekki Glanna í Borgarfirði við hina Glannana tvo, Glanna á Vesturlandi og Glanna í Langá á Mýrum.

Orðið Glanni merkir birta eða skin og er talið að það vísi til þess að fossinn freyðir niður stalla.

Sagt er að fossinn Glanni sé dvalarstaður álfa og dverga. Það má vel vera að hann hafi verið það einu sinni og hugsanlega enn. Þetta er líka ævintýrastaður. Fossinn er bæði fallegur að vetri sem vori og má á sumrin sjá stangveiðimenn á bökkum Glanna reyna við þann stóra.

Hvernig farið þið að Glanna?

Ef þið ætlið að skoða Glanna og komið að sunnan þá getur ferðin vestur tekið um einn og hálfan tíma. Beygt er út af þjóðveginum til hægri rétt áður en komið er að Bifröst. Staðurinn er ágætlega merktur. Lítið bílastæði er fyrir bíla. Þar er lítið hús og gott kort fyrir ferðalagna svo enginn ætti nú að villast í göngunni. Góður stígur er út frá bílastæðinu að fossinum Glanna. Gangan hentar flestu fólki.

Vel er hugsað um ferðalanga á bökkum Glanna. Búið er að smíða útsýnispall úr tré og eru handrið sem varna því að fólk lendi í voða.

Aðrir skemmtilegir staðir

Ef þið skellið ykkur í ferðalag til að skoða fossinn Glanna þá er gott að vita af skemmtilegum stöðum í nágrenninu. Leiksvæðið á Bifröst er nefnilega frábært. Svo er æðislegt að ganga upp á Grábrók!

Það er skemmtilegt skiltið við skúrinn á bílastæðinu við Glanna.

Það er skemmtilegt skiltið við skúrinn á bílastæðinu við Glanna.

Við bílastæðið er skýrt og gott kort af Borgarfirði. Takið eftir því að kortastandurinn er nokkuð traustari en bankinn sem styrkti gerð kortsins. Sparisjóð Mýrarsýslu er aðeins að finna í sögubókum. Kortið lifir hins vegar enn.

Við bílastæðið er skýrt og gott kort af Borgarfirði. Takið eftir því að kortastandurinn er nokkuð traustari en bankinn sem styrkti gerð kortsins. Sparisjóð Mýrarsýslu er aðeins að finna í sögubókum. Kortið lifir hins vegar enn.

Göngustígarnir við fossinn Glanna eru afar góðir.

Göngustígarnir við fossinn Glanna eru afar góðir.

Búið er að útbúa afar traustan og góðan útsýnispall við fossinn Glanna. Pallurinn er úr tré og handriðið traust.

Búið er að útbúa afar traustan og góðan útsýnispall við fossinn Glanna. Pallurinn er úr tré og handriðið traust.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd