
Aðgengi að list og listsköpun er öllum mikilvæg. Listasafn Reykjavíkur hefur opnað listasöfn sín öllum þeim sem vilja skapa og hafa áhuga á sköpunarverkum annarra.
Verkefnið heitir Leikum að list og er það yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður.
Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina.
Listasmiðjur fyrir alla fjölskylduna
Laugardaginn 29. maí er einmitt listasmiðjur fyrir fjölskyldur í tengslum við sýningu Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur sem heitir Ef lýsa ætti myrkva.
Í listasmiðjunni munu gestir fá að skoða hvernig litir og ljós virka saman, hvernig litir blandast ljósi og síðan verður brugðið á leik í nýuppgerðu Ásmundarsafni.
Hvenær er næsta listasmiðja?
Listasmiðjurnar Leikum að list er reglulega á dagskrá hjá Listasafni Reykjavíkur allt árið um kring. Því er um að gera og fylgjast vel með bæði á ullendullen.is og á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur.
Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.
Athugið að vegna sóttvarna og fjarlægðartakmarkana er í vetur er nauðsynlegt er að hver fjölskylda skrái sig í gegnum bókunarkerfi safnsins á vefslóð sem fylgir hverjum viðburði. Gert er ráð fyrir að aðeins 5 fjölskyldur komist að hverju sinni.
Aðgöngumiði á safnið gildir, en ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Svona hefur dagskráin verið frá áramótum
Finnið þið eitthvað við ykkar hæfi? Já, jæja…. Þá er bara að fylgjast með!
2021
Laugardag 16. janúar kl. 11.00
Hafnarhús
Laugardag 30. janúar kl. 13.00
Kjarvalsstaðir
Laugardag 13. febrúar kl. 11-12.00
Hafnarhús
Mánudag 22. og þriðjudag 23. febrúar
Kjarvalsstaðir
Vetrarfrí grunnskólanna: Námskeið fyrir börn og unglinga
Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna á opnunartíma safnsins frá laugardag 20. febrúar til og með þriðjudags 23. október.
Laugardag 27. febrúar kl. 11-12.00
Hafnarhús
Laugardag 13. mars kl. 11-12.00
Hafnarhús
Laugardag 10. apríl kl. 11-12.00
Kjarvalsstaðir
Apríl (tími auglýstur síðar)
Hafnarhús og Kjarvalsstaðir
Barnamenningarhátíð: Sýningar og smiðjur í samstarfi við skóla
Ath. frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna á opnunartíma safnsins.
Laugardag 24. apríl kl. 11-12.00
Kjarvalsstaðir
Laugardag 29. maí kl. 11-12.00
Ásmundarsafn
Þú getur líka skráð þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur. Þá færðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins.