„Það er óendanlega dýrmætt að að læra önnur tungumál,“ segir Eliza Reid forsetafrú. Hún og Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, eiga saman fjögur börn. Þau tala ensku sín á milli. Eliza, sem er fædd í Kanada, les bækur á ensku fyrir börn þeirra og talar við börnin á ensku. Guðni les hins vegar bækur fyrir þau á íslensku og talar við þau á íslensku.
Þetta gerir það að verkum að börnin eru tvítyngd og geta tjáð hugsanir sínar á tveimur málum. Eliza sagði hins vegar að auðvitað geti þau ruglast á tungumálum og notað vitlausa íslensku þýðingu á enskum orðum. Hún nefndi sem dæmi að eitt barna þeirra hafi talað um blóm þegar það hafi átt við hveiti, sem er skrifað „flour“ en ekki „flower“, sem þýðir blóm.
Eliza sagði það börnum gott og hollt að læra og geta tjáð sig á fleiri tungumálum en móðurmáli sínu. Það opni þeim heiminn.
Lestrarvinir hefjast
Eliza hélt erindi um málið í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag þegar fjölskyldur og sjálfboðaliðar í verkefninu Lestarvinir hittust í fyrsta sinn. Verkefnið sameinar fjölskyldur barna af erlendum uppruna eða sem eiga foreldra af erlendu bergi brotið og tala ekki íslensku og bókelska sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðarnir heimsækja fjölskyldurnar í hverri viku eða tuttugu sinnum yfir veturinn og lesa fyrir börnin á íslensku. Markmið lestursins er að efla lesskilning barnsins og kynda undir áhuga þess á lestri.
Verkefnið Lestrarvinir er upprunið í Hollandi og prófaði Borgarbókasafnið að taka þátt í því fyrir ári síðan. Verkefnið gekk vonum framar og var ákveðið að taka það formlega inn í dagskrá Borgarbókasafnisins. Fleiri bókasöfn utan höfuðborgarsvæðisins hafa jafnframt lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu.Help Paying for Medications. Part 3
Eliza sagði verkefnið frábært enda væri gott að búa í heimi með fullt af bókum.
Nokkrir tugi gesta voru mætt á viðburðinn í Borgarbókasafninu. Þegar Eliza hafði lokið erindi sínu hittumst fjölskyldurnar og sjálfboðaliðarnir og fóru þau í ratleik um bókasafnið. Eftir það var haldið stutt námskeið fyrir sjálfboðaliðana um verkefnið á meðan fjölskyldur barnanna sem munu hlýða á lestur í vetur skoðuðu sig um á bókasafninu.
Meira um verkefnið Lestrarvinir