Leitar að stórkostlegri bók fyrir 10 ára stelpu

úrslit2

Það getur verið hausverkur að finna góða bók að lesa, sérstaklega fyrir börnin.

Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans, stóð frammi fyrir þessum vanda um helgina. Hún brá á það einfalda ráð að varpa spurningunni fram á Facebook.

Færsla Þóru var svona:

„Leita að góðum bókum fyrir tíu ára stelpu. Það er eins og við þurfum að lesa 20 vondar fyrir hverja ágæta. Hvar eru stórkostlegu bækurnar?“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og á einum sólarhring varð til risastór og frábær þráður sem fjöldi fólks gaf ráð um góðar bækur fyrir 10 ára stelpur. Þóra svaraði mörgum þeirra og áfram spannst bráðskemmtilegur og fræðandi þráður.

thora

Brot af bókum sem mælt var með

Randalín og Mundi.

Bittu á jaxlinn Binna mín

Doktor Proctor og prumpuduftið eftir Jo Nesbø

Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman

Matthildur, Nornirnar og Grútur og fleiri bækur eftir Roald Dahl

Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien

Bækurnar eftir David Walliams: Grimmi tannlæknirinn, Strákurinn í kjólnum, Amma glæpon, Vonda frænkan,

Gunnar Helgason: Mamma Klikk

Leyndarmál Lindu

Dagbækur Kidda klaufa

Bækur Sigrúnar Eldjárn

Artemis Fowl

Andri Snær Magnason: Blái hnötturinn og Tímakistan

Ertu Guð afi, eftir Þorgrím Þráinsson

Þín eigin …. Þjóðsaga og fleiri bækur eftir Ævar Þór Benediktsson

Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn (þríleikur Phillip Pullman)

Mómó

Harry Potter

Bækur Astrid Lindgren

Fúsi froskagleypir og fleiri bækur eftir Ole Lund Kirkegaard

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd