„Ég hef kennt krökkum jarðfræði í Vísindasmiðju Háskóla Íslands, í Háskóla unga fólksins og víðar í hátt í 10 ár. En þetta er ný nálgun og reynsla hjá mér,“ segir Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur.
Snæbjörn stýrir smiðju fyrir forvitna krakka á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 2. apríl. Þar mun hann sýna mismunandi leirtegundir og leyfa börnunum að meðhöndla leirinn.
Snæbjörn er auðvitað uppfullur af fróðleik um jarðfræði og leir og hefur nálgun hans á viðfangsefnið verið á fræðilegri nótum en reikna með að hún verði á Kjarvalsstöðum.
Leirsmiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og er ætlast til þess að þau verði í fylgd með fullorðnum. Það má því gera ráð fyrir því að á meðan börnin leiri geti foreldrarnir eða afar og ömmur spjallað við Snæbjörn á jafningjagrundvelli og allir skemmt sér jafn vel.
„Ég vinn auðvitað við þetta, þótt það sé ný nálgun hjá mér í þetta skiptið,“ segir Snæbjörn.
Leirsmiðjan, sem verður áreiðanlega frábær, verður á Kjarvalsstöðum frá klukkan 14:00-16:00.
Aðgangur er takmarkaður. Börn fá frítt í smiðjuna en aðgöngumiði á safnið gildir fyrir fullorðna. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Hvað vitið þið um Kjarvalsstaði?
Kjarvalsstaðir er eitt af þremur listasöfnum Listasafns Reykjavíkur. Þar eru alltaf myndlistarsýningar í gangi auk þess sem margt er þar um að vera fyrir börn, meira að segja er sérstök aðstaða fyrir börn á safninu.
Kjarvalsstaðir standa við lystigarðinn Miklatún sem margir þekkja betur sem Klambratún og þar er gaman að leika.Best Places To Buy Kamarga
Lesið meira um Kjarvalsstaði á Úllendúllen.
Ítarlegri upplýsingar: Kjarvalsstaðir