Nú er gaman! Við opnuðum vefsíðuna Úllendúllen fyrir aðeins fáeinum dögum og hafa viðtökurnar verið frábærar.
Úllendúllen er fyrir alla þá sem vilja sjá hvaða viðburðir eru væntanlegir fyrir fjölskylduna og hvar skemmtilegir staðir eru á landinu fyrir alla til að njóta samveru. Á vefsíðu Úllendúllen birtast nýjar og fjölbreyttar hugmyndir að samveru á hverjum einasta degi.
Svona er Úllendúllen
Á forsíðu Úllendúllen er blandað saman fréttum, viðtölum, hugmyndum að útiveru, afþreyingu, leikjum og ýmsum öðrum upplýsingum sem auðveldar fjölskyldum að fá hugmynd að samveru.
Í felliborða efst á síðunni er viðburðadagatal. Þar er að finna ýmislegt gagnlegt og skemmtilegt á borð við bæjarhátíðir, viðburði á bókasöfnum og margt fleira.
Í felliborðanum eru fréttir af forsíðunni flokkaðar eftir landshlutum og sést hvað hægt er að gera hvar.
Úllendúllen er að finna á helstu samfélagsmiðlunum, Facebook, Instagram og Twitter.
Líkaðu við Úllendúllen á Facebook og fáðu nýja hugmynd á hverjum einasta degi.
Takk!
Margir hafa komið að Úllendúllen á ýmsum stigum með einum eða öðrum hætti á þeim fimm árum sem liðin eru síðan hugmyndin varð til og þar til hún fór varð að veruleika í frítíma okkar á kvöldin og um helgar við sitt hvort eldhúsborðið í tveimur póstnúmerum. Það er ómetanleg hjálp. Þúsund þakkir öll!
Meira í vændum
En bíðið við… Þetta er aðeins byrjunin. Margt er í vinnslu hjá okkur á Úllendúllen. Nýjungar líta dagsins ljós smám saman. Við látum ykkur vita.
Þú getur líka hjálpað okkur að gera Úllendúllen að hugmyndabanka fjölskyldunnar. Ertu með hugmynd að leik, viðburði eða annarri samveru fyrir börn, mömmur og pabba og afa og ömmu – og alla hina? Eða veistu um skemmtilegan stað hvar sem er á landinu?
Sendu okkur línu á ullendullen@ullendullen.is
Leikum okkur saman!
Pingback: Atli Már Gylfason
Pingback: úllendúllen