Fjölskyldum er boðið að taka þátt í skemmtilegri leirlistarsmiðju sunnudaginn 28. nóvember í Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Þar verða mótuð snjókorn, stjörnur og snjókarlar úr leir sem síðan verður hægt að hengja á jólatréð. Í lok smiðjunnar taka börnin sköpunarverk sín með heim til að skreyta fyrir hátíð ljóss og friðar.
Myndlistarkonan og listkennarinn Björk Viggósdóttir leiðir smiðjuna. Björk er með BA í myndlist frá LHÍ og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ. Hún er einnig með listkennsluréttindi frá LHÍ.
Smiðjan er hluti af viðburðaröðinni Fjölskylduhelgar Borgarsögusafns sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar veturinn 2021-2022. En þá geta fjölskyldur tekið þátt í allskonar skapandi, notalegum og oft ævintýralegum smiðjum.
Í stuttu máli:
Leiklistarsmiðja í Sjóminjasafninu í Reykjavík fyrsta í aðventu, sunnudaginn 28. nóvember á milli klukkan 13:00 – 14:00.
Þátttaka er ókeypis. Vinsamlegast athugið að vegna sóttvarna er aðeins rými fyrir 25 þátttakendur. Skráning fer fram í síma 4116340.