Leikir: Gaman í flöskustút í rigningu

Veðrið verður ekkert sérlega skemmtilegt um helgina, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáð er skýjuðu, skúrum og rigningu. Þá er nú gott að kúra bara inni og leika.

Þegar rignir eða farið í bústað er tilvalið að rifja upp hvaða leikir voru vinsælir þegar mamma og pabbi eða jafnvel amma og afi voru ung. Flöskustútur er einn þeirra. Það er leikur sem flestir ættu að hafa gaman af.

 

Svona er leikurinn

Þeir sem ætla að leika í flöskustút þurfa að ná í flösku. Glerflöskur eru alltaf bestar. En plastflöskurnar eru algengari nú til dags. Ágætt er að setja smávegis vatn í þær til að búa til þyngdarpunkt. Þá snúast þær líka betur.

Þátttakendur setjast síðan saman í hring á gólfi. Sá sem byrjar tekur flöskuna og leggur hana lárétt á gólfið. Síðan segir hann: „Sá sem flöskustútur lendir á skal….“ og endar á því að segja hvað viðkomandi á að gera. Það getur til dæmis verið: „Sá sem flöskustútur lendir á skal hoppa tíu sinnum á öðrum fætir / eða taka tíu armbeyjur / eða syngja (eitthvað lag).“ Síðan snýr hann flöskunni.

Sá þátttakandi sem flöskustúturinn lendir á þarf að gera það sem sá sagði sem sneri flöskunni. Ef það tekst þá fær hann að ráða því sem sá næsti sem fær flöskustútinn á að gera. Síðan snýr hann flöskunni.

 

Heimild: Leikjabókin eftir Hörð G. Gunnarsson og Pál Erlingsson. (1. útgáfa, Námsgagnastofnun, Reykjavík 1995).

 

[ad name=“POSTS“]

 

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd