Laugarnesskóli: Frábært leiksvæði

2015-09-24 18.47.34

Laugarnesskóli er einn af elstu skólunum í Reykjavík. Kennt var við skólann í fyrsta sinn í október árið 1935 og fagnaði hann því 80 ára afmæli á árinu. Fram til 1969 var skólinn fyrir börn að 13 ára aldri. Frá haustinu 2002 hefur Laugarnesskóli verið fyrir 1. til 6. bekk.

Fram kemur um skólann á Wikipediu að margt skapi skólanum sérstöðu á meðal grunnskóla í Reykjavík. Þar megi nefna listaverka- og náttúrugripasafn skólans, söng og leiklistarhefðir að ógleymdu Katlagili. Stefna skólans er að viðhalda grónum hefðum og þróa þær með það að leiðarljósi að nemendur skólans þroskist við að taka þátt í þeim.

Frábært fyrir brettakrakka

Leiksvæðið við Laugarnesskóla er frábært. Þar er fjöldi leiktækja fyrir yngri bekki. Jaðar skólalóðarinnar er á sumum stöðum mishæðóttur og hentar afar vel fyrir þá sem hafa gaman af því að æfa sig á hjólabretti.

Skólinn er í útjaðri Laugardalsins og er sundlaugin í Laugardalnum spottkorn frá skólanum. Ögn lengra í burtu er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Grasagarðinn, Laugardalshöll, Laugardalsvöllur, skautasvellið og íþróttasvæði Þróttar/Ármanns.

Ekkert mál að finna leiksvæði

Skemmtileg leiksvæði eru víða í Reykjavík og eru þau öllum opin. Opin leiksvæði eru 256, sparkvellirnir 34, leikskólarnir 85 og skólarnir 45. Þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum eru leikskólalóðirnar nýttar sem leiksvæði fyrir fjölskyldur ungra barna. Á leiksvæðum leikskólanna eru fjölbreytt tæki og eru foreldrar ungra barna hvattir til að nýta sér lóðir leikskólanna utan vinnutíma þeirra. Leiksvæðið við Laugarnesskóla er eitt þessara svæða.

Það er frábær hugmynd að leika sér á skemmtilegu leiksvæði.

2015-09-24 18.37.58 2015-09-24 18.39.47

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd