Laugarnes: Njótum sólsetursins í haustblíðunni

Laugarnes við sólsetur

Laugarnes og umhverfi þess er fallegt í haustsólinni.

Laugarnes er tilvalin staður fyrir fjölskylduna til að njóta útivistar eina og eina kvöldstund þegar veðrið er svona gott.

Í haustblíðunni sem ríkt hefur í Reykjavík uppá síðkastið hefur sólsetrið þar oft á tíðum verið ótrúlega fallegt og tilkomumikið. Um þessar mundir sest sólin um hálf átta á þessum slóðum.

Ef þið klárið kvöldmatinn og uppvaskið tiltölulega snemma er frábært að rölta útí Laugarnes um sjöleytið og njóta litadýrðarinnar. Og ef dvalið er fram í myrkur er aldrei að vita nema norðurljósin bregði á leik.

Laugarnes leynir á sér

Laugarnesið lætur ekki mikið yfir sér en það á sér merka sögu. Talið er að kvenskörungurinn Hallgerður langbrók hafi eitt síðustu æviárum sínum þar og sé jafnvel grafin á nesinu.

Rétt fyrir þarsíðustu aldamót reis þar holdsveikispítali sem skv. Wikipedíu er stærsta timburhús sem reist hefur verið á Íslandi. Í seinni heimstyrjöldinni yfirtók hernámsliðið spítalann og í þeirra umsjá brann spítalinn til kaldra kola árið 1943.

Nú er á nesinu m.a. listasafn Sigurjóns Ólafssonar, yfir það liggur ágætis hjóla og göngustígur og fjarann dregur að sér börn og fullorðna.

Laugarnes er því frábær staður þar sem fjölskyldan getur notið náttúru, lista og sögu.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd