Laugardagur 5. júní: Margt í boði í viðburðadagatalinu

Dansreif og fjör í Reykjavík

Vorblót – sameiginleg hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival 3.-6. júní 2021. Dagskráin er þétt og skemmtileg og meira að segja barna-reif: Dagskrá Vorblóts í heild sinni: Fimmtudaginn 3. júní kl. 20:00 – 22:00 Vorblót opnunarpartý Tjarnarbíó – Frítt inn …Lestu meira

Klippismiðja í Norræna húsinu

Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt. Nemendum í Hólabrekkuskóla Vinaskóla Norræna hússins er boðið á klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Litháenska listakonan Jurgita Motiejunaite …Lestu meira

Náttúrutilraunir á bókasafni

Unnið verður með fjölbreyttan efnivið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi sem

gefur þátttakendur tækifæri til að rannsaka hið smáa í náttúrunni og velta fyrir sér þeim áhrifum sem við höfum á lífríkið í kringum okkur Í rýminu verða 8 stöðvar sem …Lestu meira

Víkingaþrautin á Þjóðminjasafni

Örsýning sem byggir á sjónvarpþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar á RÚV. Í þáttunum áttu fjórir krakkar að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum. Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar þurftu þau …Lestu meira

Landnámssýning Borgarsögusafns

Landnámssýning Borgarsögusafns er viðvarandi sýning. Landnámssýningin er fjölskylduvæn og býður upp á sérstakt fjölskylduhorn. Leikur er nauðsynlegur bæði fyrir nútímabörn og þau sem lifðu fyrir þúsund árum síðan. Í fjölskylduhorninu okkar er að finna skemmtilega leiki og leikföng sem svipar …Lestu meira

Myndlistarsýning í Gerðuberg

Myndlistarsýningin Mýrlendi er á Borgarbókasafni í Gerðubergi. Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á sýningunni sýnir þýska myndlistarkonan Moki verk sín; teikningar, skúlptúra og textílverk, sem byggja á myndasögu hennar (e. graphic novel), Sumpfland (Fenjasvæði), sem kom út árið 2019. Hvar …Lestu meira

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd