Fjölskyldusmiðjur og leiðsögn í tilefni af Kvenréttindadeginum

Verk að vinna! er yfirskrift sunnudagsins 19. júní á Árbæjarsafni en þá er börnum og fjölskyldum þeirra boðið að kynnast vinnulagi fyrri tíma í verklegri útifræðslu á milli klukkan 13-16.

Börnin kynnast því hvernig lífið var fyrir tíma nútímaþæginda eins og rennandi vatn úr krönum og áður en þvottavélar og ryksugur komu til sögunnar. Verkin sem þarf að vinna eru að sækja vatn og hrís til eldiviðar, þvo þvott á gamla mátann og hengja upp á útisnúrurnar og bera út saltfisk ef veður leyfir.

Í tilefni af kvenréttindadeginum býður Árbæjarsafn einnig upp á leiðsagnir um safnsvæðið klukkan 13:00 og aftur klukkan 15:00 þar sem þjóðfræðingurinn dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir fræðir gesti um þátttöku kvenna í þjóðsögum.

Þá verður tóskapur eins og vant er á lofti Árbæjar og heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimabakað góðgæti.

Öll velkomin sem vettlingi geta valdið.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.

Hvað Verk að vinna! Fjölskyldusmiðjur og leiðsögn í tilefni af Kvenréttindadeginum

Hvenær Sunnudag 19. júní kl. 13-16

Hvar Árbæjarsafn

Verk að vinna! og leiðsögn með þjóðfræðingi

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd