Kúmenið í Viðey með lækningamátt

Kúmen vex villt í Viðey og er nú orðið fullþroskað og tilbúið til tínslu. Af því tilefni hefur Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, skipulagt kúmentínsluferð um eynna. Í ferðinni mun Björk segja frá sögu kúmensins og ýmislegu fleiru sem tengist Viðey. Í ferðinni verður líkt kynnt meðferð og virkni kúmens og hvar það sé helst að finna.

Saga kúmensins á Íslandi er nefnilega nátengd sögu Viðeyjar.

Upphaf kúmenræktunar má nefnilega rekja til aftur til Skúla Magnúsar landfógeta sem hóf ýmsar ræktunartilraunir í Viðey upp úr miðri átjándu öld. Árangurinn var reyndar svolítið misjafn. En Viðeyjarkúmenið vex þar enn og þykir smærra og sætara en annað kúmen.

Það er samt ekki á allra vitorði en þetta litla fræ hefur þó nokkurn lækningamátt og ekki skemmir fyrir hversu bragðgott það er.

Björk mun segja gestum í ferðinni frá öllu þessu og vafalítið miklu meira.

Gestir eru hvattir til að taka með sér taupoka, lítinn hníf eða skæri.

Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.

Ferðin er sunnudaginn 29. ágúst kl. 13:30.

Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna er bent á 12:15 ferjuna.

Gjald í ferjuna fram og til baka eru 1.700 kr. fyrir fullorðna og 850 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd