Krakkamengi búið – í bili

Benni Hemm Hemm með gestaleiðbeinendunum á fyrsta tilraun- og tónlistarnámskeiðinu fyrir krakka í Mengi.

Benni Hemm Hemm með gestaleiðbeinendunum á fyrsta tilraun- og tónlistarnámskeiðinu fyrir krakka í Mengi.

Síðasti tíminn í tilraunasmiðjunni Krakkamengi í tónlistarsköpun í galleríinu og allskonar staðnum Mengi var sunnudaginn 6. mars síðastliðinn. Tilraunasmiðjan hófst í byrjun árs og voru sjö smiðjur á dagskrá. Um þessar mundir er verið að plana fleiri smiðjur. Þið getið lesið meira um það hér að neðan.

Ókeypis tónlistarnámskeið

Gestaleiðbeinendur á fyrri námskeiðum hafa verið þau Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristín Anna Valtýsdóttir, Futuregrapher, Kira Kira, Magga Stína og Finnbogi Pétursson. MYND / Mengi

Gestaleiðbeinendur á fyrri námskeiðum hafa verið þau Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristín Anna Valtýsdóttir, Futuregrapher, Kira Kira, Magga Stína og Finnbogi Pétursson. MYND / Mengi

Tilraunasmiðjurnar voru ókeypis námskeið á sunnudagsmorgnum fyrir 4-6 börn og foreldra eða forráðamenn þeirra. Smiðjurnar eru hugarfóstur tónlistarmannsins og kennarans Benedikts Hermanns Hermannssonar, sem margir þekkja sem Benna Hemm Hemm.

Hann sagði í viðtali við Úllendúllen að sem tónmenntakennari verða oft var við að foreldrar velti því fyrir sér hvernig eigi að koma börnum í tónlistarnám. Margir eigi í vandræðum með það. Námskeiðið í Mengi sé tilraun til að koma til móts við foreldra.

Magga Stína sýnir áhugasömum nemanda á tónlistarnámskeiðinu fiðluna sína. MYND / Mengi

Magga Stína sýnir áhugasömum nemandum á tónlistarnámskeiðinu Krakkamengi fiðluna sína. MYND / Mengi

Á námskeiðunum í Krakkamengi paraði Benedikt saman ólíka listamenn og fengu þeir frjálsar hendur með það hvernig tónlistarsmiðjan þróaðist hverju sinni.

Á meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem voru gestaleiðbeinendur í tilraunasmiðjunum voru þau Magga Stína, Kira Kira, Óskar Guðjónsson, Sóley, Víkingur Heiðar Ólafsson, Finnbogi Pétursson og KK.

Krakkamengi í apríl

Samkvæmt upplýsingum frá Mengi er gert ráð fyrir að Krakkamengi verði í fríi út mars.

Fyrirhugað er að 10. apríl hefjist tilraunasmiðjurnar á nýjan leik og verði þær með svipuðu móti í nokkrar vikur. Ekki er búið að ákveða hversu langt inn í vorið og sumarið Krakkamengi verður í gangi.

Hafið þið farið saman á Krakkamengi og gert tilraunir með tónlist undir leiðsögn flugfærra tónlistarmanna? Merkið við 10. apríl í dagatalinu!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd