Körfuboltamót: Nóg að gera í Reykjanesbæ

körfuboltamót

Nú er sól farin að hækka á lofti. Sólinni fylgja íþróttamót barnanna um allar koppagrundir. Margir ættu að kannast við fótboltamótið á Akranesi í sumar, polla- og pæjumótin í Vestmannaeyjum í júní og nýja pæjumótið í Fjallabyggð í byrjun ágúst.

Stærsta körfuboltamót landsins

Nettómótið í körfubolta í Reykjanesbæ fer fram helgina 5.-6. mars og þar verður nóg að gera bæði fyrir börn og foreldra. Þetta er stærsta körfuboltamót sem haldið er á Íslandi en þar taka mörg hundruð börn þátt í fjölmörgum körfuknattleikjum svo til út um allt Reykjanes.

Fyrsta körfuboltamótið í Reykjanesbæ var haldið árið 1990 og er þetta því 26. árið sem mótið er haldið fyrstu helgina í mars. Þótt baráttan geti verið hörð á vellinum þá sameinar íþróttin liðin í Reykjanesbæ enda standa að Nettómótinu barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ.

Það verður auðvitað í nægu að snúast fyrir bæði börn og foreldra á mótinu í Reykjanesbæ og dagskráin þéttskipuð frá morgni og fram yfir kvöldvöku krakkanna.

Aðstandendur mótsins hafa búið til flottan bækling þar sem öll dagskráin kemur fram. Skoðið bæklinginn.

En auðvitað koma augnablik þar sem lítið er að gera tengt mótinu.

Ýmislegt forvitnilegt

Við höfum fundið nokkra staði sem gaman er að skoða í Reykjanesbæ og nágrenni.

Skessan í hellinum í Grófinni í Reykjanesbæ

  • Skessan bíður í hellinum við smábátahöllina eftir gómsætum fjölskyldum. Ekkert kostar að heimsækja þessa alræmdu skessu. Við höfum heimsótt Skessuna.
  • Frá helli skessunnar liggur gönguleið meðfram strandlengjunni í átt að Stapa í Innri-Njarðvík. Þar má sjá fjölbreytt fuglalíf og fróðleik um fuglana sem sjást á leiðinni
  • Við Fitjarnar í Innri-Njarðvík er fjölbreytt fuglalíf og þar er tilvalið að gefa fuglunum brauð
  • Í Vatnaveröld í Reykjanesbæ eru fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, kastalar, rennibrautir, sveppir og selir. Opið er í Vatnaveröldinni frá klukkan 9-17 um helgar. Stakur miði fyrir fullorðinn kostar 700 krónur en 150 krónur fyrir 10-15 ára
  • Víkingaheimar er skemmtilegur staður sem geymir víkingaskip sem smíðað er eftir fyrirmynd meira en þúsund ára gamals skips. Skipasmiðurinn Gunnar Marel Eggertsson sigldi á skipinu til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Vesturheims þúsund árum fyrr. Opið er alla daga ársins í Víkingaheimum frá klukkan 7-18. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna en 1.300 fyrir nemendur. Frítt er fyrir börn yngri en 14 ára en það hentar mjög vel um körfuboltahelgina
  • Við Fjörheima í Reykjanesbæ er Ungmennagarður. Þar má finna ýmsa afþreyingu, leiktæki, aparólu, mini golfbrautir, hjólabrettapalla og margt fleira
  • Innileikjagarðurinn Ásbrú er skemmtilegt svæði fyrir krakka á aldrinum 2-8 ára. Opið verður frá klukkan 12-16:30 vegna mótsins um helgina
Rokksafn Íslands - Tóta prófar rafmagnsgítar

Rokksafn Íslands – þar er hægt að snerta og prófa sem gefur safninu mikið gildi fyrir yngri kynslóðina

  • Þau ykkar sem viljið kíkja á bókasafn getið farið á bókasafn Reykjanesbæjar. Það verður opið frá klukkan 11-17 á laugardeginum
  • En margt fleira er hægt að gera á Reykjanesi, fara í Bláa lónið og ýmist.

WP_20150904_001

Við viljum minnast á tvennt sem við höfum skoðað sjálf.

  • Listigarður barnanna í Reykjanesbæ er líka frábær. Þangað getið þið farið með gömul stígvél og gefið þeim nýtt líf.

Grindavík býður m.a. uppá skrýtna steina

Eruð þið tilbúin fyrir körfuboltamót í Reykjanesbæ? Ef svo er, góða skemmtun!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd