Kópavogur er málið á laugardögum í vetur

Kópavogur

Laugardagar geta stundum verið til vandræða. Þótt þetta er fyrsti dagur slökunar hjá fjölskyldunni af tveimur um helgar þá er frábært að nýta hann til samveru og menningarlegs þroska.

En hvað á að gera? Jú, Kópavogur er málið á laugardögum. Þá eru menningarhús í bænum opin frá klukkan 13:00 og fram eftir degi. Öll húsin eru ekki alltaf opin en alltaf er boðið upp á einhverja hressa ókeypis viðburði fyrir fjölskylduna. Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á eru listasmiðjur, rappsmiðjur fyrir stelpur, skúlptúranámskeið, leiksýningar og tónleikar.

Við skoðum á eftir hvað boðið er upp í menningarhúsunum í Kópavogi fram að jólum.

Kópavogsbær hefur um nokkurt skeið haft menningarhúsin í bænum opin á laugardögum og boðið upp á fjölskyldustundir. Þetta hefur auðvitað gefist vel. Bæði hafa viðburðirnir verið skemmtilegir og alltaf gott að vita af viðburðum fyrir fjölskylduna.

 

Ókeypis í fimm menningarhús

Menningarthús Kópavogur

Menningarhúsin í Kópavogi eru fimm: Bókasafn Kópavogs,Náttúrufræðistofa KópavogsHéraðsskjalasafn Kópavogs,Gerðarsafn og Tónlistarsafn Íslands. Auk þess eru á sama svæði  Salurinn og Molinn, menningarhús ungmenna. Tónlistarskóli Kópavogs er þarna einnig en bærinn tekur þátt í rekstri hans ásamt tónlistarfélagi bæjarins.

Tilgangur fjölskyldustundar menningarhúsa bæjarins er að efla menningarfræðslu fyrir börn og ungmenni og gefa þeim tækifæri til að upplifa, læra og skilja menningu, vísindi og listir og að tjá sig í gegnum listir og skapandi greinar.

Það er nú ekkert smáræði.

En um leið og boðið er upp á allt þetta fyrir fjölskylduna þá nýtist tíminn um leið til að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í menningarhúsum Kópavogsbæjar allan ársins hring. Stutt er á milli menningarhúsanna. Á milli þeirra er skemmtilegt útivistarsvæði og stutt frá er sundlaug Kópavogs. Það er því mikilvægt að hafa sundfötin með í bakpoka þegar farið er í menningarferð í Kópavog.

Kópavogur menningarhús

 

Dagskráin fram að jólum:

 1. september 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs – 13:00-17:00 / Ratleikur og skyggnst bak vid tjöldin. Ratleikur um allt bóksafnið og kennsla í bókaplöstun.
 • Salurinn – 13:00-14:00 / Kynning á dagskrá haustsins. Tónlistaratriði og innlit í búningsherbergi og önnur skúmaskot Salarins.
 • Gerðarsafn – 14:00-16:00 / Opin vinnustofa listamanns. Listasmiðja fyrir börn í Stúdíó Gerðar Helgadóttur og skoðunarferð í listaverkageymsluna.
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs 15:00-16:00 / Vísindamaðurinn að störfum. Opin rannsóknastofa og starf vísindamannsins kynnt.
 • Héraðsskjalasafn Kópavogs 16:00-17:00 / Símaskráin í tímans rás. Spjall um símaskránna sem er að koma út í síðasta sinn.

 

 1. september 2016 /
 • Gerðarsafn 13:00 / Skúlptúrasmiðja (5-8 ára). Námskeið í anda Gerðar Helgadóttur.

 

 1. september 2016 /
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs 11:00 / Söguganga frá Náttúrufræðistofu. Minjastaðir og náttúrulíf skoðað í tilefni af Evrópsku menningaminjadögunum.
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs 13:00 / Kvikmyndasýning – náttúrulífsmynd sýnd í fjölnotasal á 1. hæð.

 

 1. september 2016 /
 • Salurinn 14:00 / Vísnagull (1-3 ára). Helga Rut Guðmundsdóttir og Pétur Ben leiða söng og hljóðfæraleik og eru gestir hvattir til þátttöku.

 

 1. október 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Leiksýning fyrir 3-6 ára. STOPP-leikhópurinn sýnir leikritið Hans klaufi.
 • Tónlistarsafn Íslands 13:00 / Hvernig geymir maður hljóð (10 ára og eldri). Erindi með tóndæmum um hljóðupptökur í gegnum tíðina.

 

 1. október 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 11:00-15:00 / Girl Power – Rappnámskeið fyrir stelpur (13-16 ára). Tinna Sverrisdóttir úr Reykjavíkurdætrum leiðir námskeið í textaskrifum, sviðsframkomu og sjálfsstyrkingu. Skráning á menningarhusin@kopavogur.is.
 • Gerðarsafn 13:00 / Skúlptúrasmiðja (9-12 ára). Námskeið í anda Gerðar Helgadóttur.

 

 1. október 2016 /
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs 13:00 / Stefnumót við lóuna. Sérfræðingar Náttúrufræðistofu eiga stefnumót við lóuna í Fossvogi klukkan 13:30.

 

 1. október 2016 / – haustfrí í grunnskólum Kópavogs
 • Salurinn 13:00 / Dúó Stemma spilar í Salnum. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steet van Oosterhout slagverksleikari tvinna saman tónlist, frásögn og leiki í nýju tónverki.
 • Bókasafn Kópavogs 11:00 – 13:00 / Kvikmyndasýning í fjölnotasal á 1. hæð.

 

 1. október 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00-15:00 / Spilavinir mæta með skemmtileg borðspil í fjölnotasal á 1. hæð.

 

 1. október 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00-17:00 / Samverustund fjölskyldunnar á bókasafninu. Þar verður perlað, leikið og spilað.

 

 1. nóvember 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Ævar Þór Benediktsson mæti og les upp úr nýjustu bók sinni, Þín eigin hrollvekja.

 

 1. nóvember 2016 /
 • Gerðarsafn 13:00 / Tilraunasmiðja. List- og vísindasmiðja í tengslum við hátíðina Cycle þar sem Náttúrufræðistofa verður líka heimsótt.

 

 1. nóvember 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Pólsk kvikmyndahátíð. Kvikmyndasýning í fjölnotasal bókasafnsins á 1. hæð.

 

 1. nóvember 2016 /
 • Aðventuhátíð í Kópavogi. Lítið jólatorg verður sett upp á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi. Jólaljósin tendruð.
 • Gerðarsafn 13:00 / Jólakortasmiðja í Stúdíó Gerðar.
 • Salurinn 14:00 / Jólasveinar, skessur og jólavættir. Jón Svavar Jósefsson syngur og segir jólasögur. Ýmsar kynjaverur lifna við.
 • Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs 15:00 / Fræðsla og skemmtun um jólaköttinn og önnur kattardýr á bókasafni og í Náttúrufræðistofu.

 

 1. nóvember 2016 /
 • Menningarhúsin í Kópavogi 11:00-17:00 / Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa opin, góðgæti og handverk til sölu í jólaþorpinu.

 

 1. desember 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Gunnar Helgason les úr nýjustu bók sinni, Pabbi prófessor.

 

 1. desember 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Jólaföndur. Allt efni á staðnum og eitthvað við allra hæfi.

 

 1. desember 2016 /
 • Bókasafn Kópavogs 13:00 / Jólabíó. Nú komast sko gestir bókasafnsins í jólaskap yfir myndinni „Arthúr bjargar jólunum.“

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd