Sumardagurinn fyrsti og Ormadagar í Kópavogi

Það verður líf og fjör á sumardaginn fyrsta í Kópavogi. Svo standa líka yfir Ormadagar í bænum alla vikuna en það er heljarinnar skemmtun og fræðsla fyrir börnin.

Það verður líf og fjör á sumardaginn fyrsta í Kópavogi. Svo standa líka yfir Ormadagar í bænum alla vikuna en það er heljarinnar skemmtun og fræðsla fyrir börnin.

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 21. apríl þetta árið (2016). Sumardaginn ber reyndar alltaf upp á fimmtudegi. En dagsetningin getur sveiflast frá 19. til 25. apríl. Í Kópavogi er margt að gera á sumardaginn í fyrsta og á barnamenningarhátíðinni Ormadögum sem haldin er í vikunni.

Dagskráin á Ormadögum í Kópavogi má sjá alla hér að neðan.

Samkvæmt íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman aðfaranótt fyrsta sumardags. Þetta þýðir á mannamáli að hitinn fari niður fyrir frostmark.

Munið eftir sumargjöfum

Fólk gerir margt til að létta sér lundina á sumardaginn fyrsta eftir dimman veturinn. Lengi hefur tíðkast að gefa börnum litla og skemmtilega sumargjöf og líka frí í skólum.

Skátahreyfingin hefur líka haldið upp á daginn með skrúðgöngum og bæjarfélög sömuleiðis fagnað sumarkomunni. Færstu hefur í vöxt að halda alls konar fjölskylduhátíðir.

Árið 2010 hélt Reykjavíkurborg Barnamenningarhátíð í fyrsta sinn. Þetta er hátíð þar sem fjöldi viðburða eru haldnir til að gleðja og fræða börnin. Hátíðin hófst í gær, þriðjudaginn 19. apríl er þetta í sjötta sinn sem hún er haldin.

Barnamenningarhátíðin teygir anga sína til nágrannasveitarfélaganna og má því segja að hún sé orðin hátíð höfuðborgarsvæðisins.

Ormadagar í Kópavogi

Kópavogur lætur sitt ekki eftir liggja og heldur bæði upp á sumardaginn fyrsta í menningarhúsum bæjarins auk þess að taka þátt í Barnamenningarhátíð. Barnamenningarhátíðin í Kópavogi heitir Ormadagar. Þeir hófust mánudaginn 18. apríl og eru viðburðir þeim tengdir í menningarhúsum bæjarins.

Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að þema Ormadaga sé ferðalög. Börn fáist að kynnast meðal annars tónlist og dansi frá ýmsum löndum, ólíkum hljóðfærum, farfuglum og mörgu fleira.

Markmið  Ormadaga er að fræða börn um listir, menningu og ólíka menningarheima og gefa þeim um leið innsýn í starf safna, tónlistarskóla og tónleikahúss.

Alveg frá því á mánudag hefur verið stöðugur straumur leikskólabarna í menningarhús Kópavogs alla vikuna og hafa börnin þar tekið þátt í ýmsum lista- og fræðslusmiðjum.

Fjör á sumardaginn fyrsta

Þetta er í fyrsta sinn sem menningarhúsin í Kópavogi verða með skipulagða dagskrá á sumardaginn fyrsta.

Ókeypis er inn á alla viðburði í bænum á Ormadögum.

Opið er í öllum menningarhúsum Kópavogs á sumardaginn fyrsta.

Þið getið kíkt í Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Gerðarsafn á milli klukkan 11:00-17:00.

Legó er hápunkturinn

Hápunkturinn á sumardaginn fyrsta og á laugardaginn verður fjölskyldustund á Bókasafni Kópavogs en þar verður á þessum dögum byggt úr Legó.

Ormadögum lýkur á sunnudaginn með Hátíðinni lýkur á sunnudeginum með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju.

Dagskrá Ormadaga á sumardaginn fyrsta 2016

Kl. 11:00-15:00: Gerðarsafn. Opin listasmiðja þar sem gert verður útilistaverk út frá tilraunum með ólík form og liti. Myndlistarmennirnir Edda Mac og Linn Björklund leiða smiðjuna.

Kl. 12:30-13:00: Tónlistarsafn Íslands. Kínverska tónlistarkonan Sandra Kangzhu spilar á koto, kínverskt hljóðfæri.

Kl. 13:00-13:30: Kópavogskirkja. Tónleikar Stúlknakórs Neskirkju.

Kl. 13:30-14:00: Kópavogskirkja. Tónleikar með þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs.

Kl. 13:30-16:00: Bókasafn Kópavogs. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs verða með hljóðfærasmiðjuna Africa. Búin verða til hljóðfæri úr því sem finnst í eldhúsinu, svo sem úr pappadiskum.

Kl. 13:30-17:00: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Gestir fá að kíkja í smásjá og skoða stóra og litla orma. Til sýnis verða einnig farfuglar og starfsmenn Náttúrufræðistofunnar segja frá ferðalagi þeirra.

Kl. 14:00-14:30: Tónlistarsafn Íslands. Nemendur MÍR, menningartengsla Íslands og Rússlands, flytja rússnesk barnalög.

Kl. 14:30-15:30: Bókasafn Kópavogs. Fyrsta hæð. Brúðuleikritið Pétur og úlfurinn undir stjórn brúðuleikarans Bernd Ogrodnik.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd