Kögunarhóll: Auðveld fjallganga

Í nafni Kögunarhóls felst að útsýnið er gott af toppi hans.

Í nafni Kögunarhóls felst að útsýnið er gott af toppi hans.

Muna ekki allir eftir ljóðinu Fjallganga eftir stórskáldið Tómas Guðmundsson? Það er gaman að príla upp í mót, yfir urð og grjót, klífa skriður og skríða kletta, hreykja sér á hæsta steininn og hvíla lúin bein eins og nefnt er í kvæðinu. En sumir fætur eru minni en aðrir fætur. Fjallganga getur reynst þeim erfiðari en þeim leggjalengri og þau stuttu orðið fljótt lúin.

Gott er að sníða sér stakk eftir vexti og klífa minni hóla og hæðir sem litlu fæturnir ráða við.

Kögunarhóll er útsýnisstaður í alfaraleið

Kögunarhóll er hóll úr móbergi suður af Ingólfsfjalli á milli Selfoss og Hveragerðis. Nafnið ber með sér að þetta er útsýnishóll.

Stígur liggur upp á toppinn á Kögunarhóli og er hann passlegur fyrir börn með stutta fætur.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd