Kirkjutröppurnar á Akureyri

Fáir geta komið sér saman um það hvað kirkjutröppurnar á Akureyri eru margar. MYND / PÉTUR HALLDÓRSSÓN

Fáir geta komið sér saman um það hvað kirkjutröppurnar á Akureyri eru margar. MYND / PÉTUR HALLDÓRSSON

Flestir þeirra sem búa eða hafa búið á Akureyri þekkja kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju enda eru þær hluti af kennileitum bæjarins. Og auðvita þekkja flestir sem einhvern tímann hafa heimsótt bæinn þessar flottu tröppur. Margir, en þó færri, hafa einnig lagt það á sig að arka eða jafnvel hlaupa upp þær allar.

Við hjá Úllendúllen skorum á ykkur að fara með alla fjölskylduna í kapp upp þær allar næst þegar þið eigið leið hjá. Og til að krydda þetta enn frekar er skemmtilegt að hver og einn reyni að telja hvað þær eru margar. Þið getið svo reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvað kirkjutröppurnar eru margar. En fyrir alla muni gætið þess að kapp er best með forsjá og reynið að fljúga ekki á hausinn og slasa ykkur.

Kirkjutröppurnar – hvað eru þær margar í raun og veru?

Um fjöldann hefur lengi verið deilt og segja má að niðurstaðan sé að einhverju leyti háð þeim forsendum sem maður gefur sér í talningunni. Fyrir framan hótel KEA eru nokkrar tröppur sem liggja uppá smá stall sem leiðir síðan að „aðal“-tröppunum. Á að telja þær með? Og þegar komið er alveg upp að kirkjunni eru síðan nokkrar tröppur áfastar henni sjálfri. Á að telja þær? Og hvernig á að telja stallana á milli tröppuraðanna? Um þetta má deila og ræða fram og til baka.

Við hjá Úllendúllen viljum gjarnan heyra ykkar niðurstöðu og hvaða forsendur þið gefið ykkur. Látið okkur vita hvað kirkjutröppurnar eru margar með því að gera skrifa athugsemd við þessa færslu, senda okkur skeyti hérna eða senda okkur skilaboð á Facebook-síðunni okkar.

Akureyrarkirkja

Að lokum er hér smá fróðleikur um kirkjuna sjálfa en lesa má meira á Wikipediu og víðar. Þetta fallega og einkennandi hús var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og kirkjan vígð árið 1940. Í henni er merkilegur gluggi úr kirkju í Coventry í Bretlandi sem eyðilagðist í seinni heimstyrjöldinni ásamt ýmsu fleiru merkilegu.

Deilið þessu:

One Response to Kirkjutröppurnar á Akureyri

  1. Pingback: sigríður helgadóttir

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd