Þið hafið vafalítið mörg ekki í gegnum Kirkjubæjarklaustur á leið umhverfis landið, hvort heldur er austur, norður eða suður. Kirkjubæjarklaustur er við þjóðveg 1 og því annað útilokað.
Það er gaman að stoppa við á Kirkjubæjarklaustri og skoða sig um ef maður veit eitthvað um staðinn.
Kirkjubæjarklaustur og Sönghellir – margur er smár…
Nafn Kirkjubæjarklausturs hefur tengst kristni og kirkjulegum athöfnum frá því klaustur var í bænum. Uppi í klettunum í Klaustursfjalli ofan við Kirkjubæjarklaustur er hellir sem kallast Sönghellir. Þetta er sæmilega stór hellir vestan við Systrafoss með svo lágum munna að fáir geta ímyndað sér hvernig umhorfs er inni í honum. Gengið er að hellinum eftir göngustíg við Systrafoss sem liggur eftir skóginum vestur eftir Klausturbrekkum. Ef gengið er upp eftir öllum stígnum endar ferðin við Systravatn ofan á Klaustursfjalli.
Sagan segir að þegar nunnur sem bjuggu á Kirkjubæjarklaustri heyrðu söng munkanna á staðnum þá lét abbadísin hringja klukkum í nunnuklaustrinu. Nunnurnar gengu þá upp í fjallið og tóku undir söng í Sönghelli. Munkarnir sungu á móti á svokölluðum Sönghól.
Eftir sönginn héldu nunnurnar niður að Skaftá til móts við munkana og hittu þá á Glennurum sem eru flatir vestan Kirkjumýrar. Á flötunum standa nú Kirkjubæjarskóli og Hótel Kirkjubæjarklaustur.