Stjórnendur Kex Hostel í Reykjavík eru meiriháttar þegar kemur að skemmtilegheitum fyrir fjölskylduna. Á Kex Hostel hafa verið alls konar viðburðir sem tengjast börnum, barnabókapartý, fjölskyldujóga, sviðaveislu, leikrit sett upp og tónleikar í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.
Enn á ný eru skemmtilegheit í vændum.
Helgina 14.-15. júlí verður tónleikahátíðin KEXPort haldin í 6. skiptið í portinu aftan við hostelið. Þetta er fínasta port sem rúmar alveg helling af fólki. Tónleikarnir hafa fram til þessa verið haldnir á laugardegi og aðeins í einn dag. Nú mun hún hins vegar standa yfir alla helgina og verða allskonar skemmtilegheit á matseðlinum.
Eitthvað fyrir alla
Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og geta allar fjölskyldur mætt sem elska tónlist. Ekkert kostar inn.
Tónleikadagskráin hefst reyndar í seinni kantinum fyrir fjölskyldur með ung börn á föstudeginum. Á laugardag hefst fjörið hins vegar klukkan tvö og stendur það fram á miðnætti.
Kosturinn við KEXPort-tónleikana er auðvitað sá að fólk getur komið og farið þegar litlir fætur eru orðnir þreyttir eða hávaðinn of mikill fyrir lítil eyru.
Dagskrá tónlistaratriða er svona
Föstudagur 14. júlí
- 19:00 Une Misére
- 20:00 Dynfari
- 21:00 Kuldaboli
- 22:00 Hórmónar
- 23:00 HATARI
- Plötusnúður: DJ Styrmir Hansson
Laugardagur 15. júlí
- 14:00 Sóley
- 15:00 Between Mountains
- 16:00 SiGRÚN
- 17:00 Daði Freyr
- 18:00 JFDR
- 19:00 aYia
- 20:00 Elli Grill
- 21:00 Vök
- 22:00 HRNNR & SMJÖRVI
- 23:00 Fufanu
- Plötusnúðar: Kanilsnældur