Matador: Götur og hús til sölu!

Muna ekki allir eftir borðspilinu Matador? Spilið, sem í raun heitir Monopoly, er elsta borðspil í heimi. Það hefur komið út í allavega tveimur útgáfum á Íslandi, með götum bæði í Reykjavík og Akureyri. Þegar hundur færi ekki út í rigninguna og rokið er við hæfi að dusta rykið af spilinu og fara eina umferð eða tvær.

Fátt skemmtilegra en að missa sig í valdatrippi í Matador og kaupa upp heilu göturnar, byggja hús og hótel og rukka mótherjana oftar en einu sinni. Hjá þeim heppnu staflast peningahrúgurnar upp eftir því sem líður á leikinn.

Leikurinn getur dregist mjög á langinn, tekið marga klukkutíma og jafnvel daga. Einfalt mál er að flýta fyrir endalokunum með því að setja ákveðnar reglur sem flýta fyrir leiknum. Þær geta verið eitthvað á þann veg að þegar gata er keypt fylgir hús.

Fróðleiksmoli: Bandaríkjamaðurinn Charles B. Darrow hannaði fyrsta Monopoly-spilið árið 1934. Nú hafa selst yfir 150 milljón eintaka í 28 löndum út um allan heim. Frá því fjöldaframleiðsla á Monopoly hófst hafa yfir 3,2 milljónir grænna húsa verið framleidd. Lengsta skráða spilið tók 1.680 klukkustundir eða 70 sólarhringa.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd