Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, heimsótti Háaleitisskóla í Hvassaleiti á dögunum. Börnin í skólanum gripu tækifærið og skrifuðu borgarstjóranum bréf þar sem þess sem þeir settu fram óskir um bætta skólalóð. Skólalóðin er í fremur döpru ástandi í Háaleiti og Álftamýri, sem líka er starfsstöð skólans. Nemendurnir hafa beðið lengi eftir því að skólalóðirnar verða lagaðar en þær eru á áætlun hjá Reykjavíkurborg árið 2021.
Undir bréfið skrifuðu 55 nemendur í Háaleitisskóla. Bréfið allt með undirskriftunum öllum má sjá hér að neðan.
Eins og sést á bréfinu óska nemendurnir, sem eru í 5. bekk, eftir svokölluðum battavelli, sem er við marga skóla. Battavöllur er lítill afmarkaður gervigrasvöllur með timburveggjum. Slíkur völlur er hjá Álftamýrarskóla.
Fjallað var um málið í Fréttablaðinu. Þar sagði að bréf nemendanna hafi verið lagt fram á fundi borgarráðs.
Það skiptir máli að hafa skemmtilegt umhverfi á leiksvæðum og við skóla.
Hvar eru skemmtileg leiksvæði?
Skemmtileg leiksvæði eru víða í Reykjavík og eru þau öllum opin. Opin leiksvæði eru 256, sparkvellirnir 34, leikskólarnir 85 og skólarnir 45. Þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum eru leikskólalóðirnar nýttar sem leiksvæði fyrir fjölskyldur ungra barna. Á leiksvæðum leikskólanna eru fjölbreytt tæki og eru foreldrar ungra barna hvattir til að nýta sér lóðir leikskólanna utan vinnutíma þeirra.
Leiksvæðið við Laugarnesskóla er frábært. Jaðar skólalóðarinnar er á sumum stöðum mishæðóttur og hentar afar vel fyrir þá sem hafa gaman af því að æfa sig á hjólabretti.
Leiksvæðið við leikskólann Grænuborg er líka stórskemmtilegt!
Svo er nýbúið að taka umhverfi Breiðagerðisskóla í gegn. Leiksvæðið var um árabil í afar döpru ástandi. Nú er það orðinn vinsæll staður hjá krökkum sem vilja leika.
Bréfið sem nemendur Háaleitisskóla skrifuðu. Það er birt hér með góðfúslegu leyfi Fréttablaðsins.