Fjölskyldujóga með sól í hjarta

„ Við förum í jógaferðalag, skoðum öndunina, jógastöður og styrkjum í leiðinni huga, líkama og sál,‟ segir Þóra Rós jógakennari. Hún mun leiða einfalt og skemmtilegt jógaflæði fyrir alla fjölskylduna í Sjómannasafninu sunnudaginn 3. október næstkomandi.

Yfirskrift viðburðarins er Fjölskyldujóga með sól í hjarta og er það nærandi samverustundar fyrir alla fjölskylduna.

Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari mun leiða mánaðarlegar jógastundir fyrir fjölskyldur á Sjóminjasafninu í allt haust. Hægt er að lesa meira um Þóru Rós á vefsíðunni hennar www.101yoga.is.

Fjölskyldujóga er hluti af viðburðiröðinni Fjölskylduhelgar Borgarsögusafns sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar fyrir komandi vetur. En þá er ætlunin að bjóða fjölskyldum í allskonar skapandi, notalegar og oft ævintýralegar smiðjur.

Fjölskyldujóga Þóru fer fram í stóra sal Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 14:00.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Frítt fyrir börn og menningarkortshafa.

Dýnur verða á staðnum.

Vegna sóttvarnaviðmiða er aðeins pláss fyrir 25 þátttakendur. Skráning fer fram í síma 411 6359 milli kl. 10:00 – 17:00.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd