Íslendingar slógu heimsmet í lestri!

Lestrarátakinu Tími til að lesa lauk fimmtudaginn 30. apríl og hafði það þá staðið yfir allan mánuði.

Markmiðið með átakinu var að hvetja til lestrar á meðan skólahald var skert út af samkomubanni og stefna að því að slá heimsmet í lestri .
Það tókst!

Gunnar Helgason, rithöfundur og talsmaður verkefnisins, segir í samtali við Fréttablaðið að samkvæmt upplýsingum Heimsmetabókar Guinnes sé um nýja tegund af heimsmeti að ræða.

„Það hefur hvergi áður í heiminum verið reynt við þetta þannig að við höfum svo sannarlega sett nýtt heimsmet. Sem við stefnum auðvitað á að kynna vel úti um heim allan og slá svo á næsta ári,“ segir hann í samtali við blaðið.

Þegar blaðið fór í prentun í lok apríl höfðu þátttakendur í átakinu lesið í samtals 7.868.196 mínútur, það samsvarar 14 árum, ellefu mánuðum, 15 dögum, sautján klukkustundum og 6 mínútum. Hafnfirðingar lásu lengst. Í öðru sæti voru íbúar í póstnúmeri 105 í Reykjavík. Íbúar í Reykhólahreppi áttu vinninginn þegar kom að lestri á hvern einstakling.

Tékki líka á þessu:

Gunnar Helgason: Nú sláum við heimsmet í lestri

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd