Ísleifur mælir með bókinni um Rögnvald í leynifélaginu

Ísleifur er tíu ára og finnst ansi gaman að lesa. Hann var að klára bókina Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Þetta er framhald af fyrri bókinni sem kom út í fyrra og heitir Langelstur í bekknum. Bergrún er alltumlykjandi höfundur enda skrifar hún bæði bækurnar og teiknar allar myndir í bókinni.

Ísleifur las fyrri bókina líka.

Um hvað er bókin Lang-elstur í leynifélaginu?

„Bókin fjallar um það að Rögnvaldur, sem er 97 ára, flytur frá Rósu systur sinni á dvalarheimilið Ellivelli. Eyja fer líka. Í fyrstu bókinni eru þau saman í fyrsta bekk þar sem Rögnvaldur er langelstur. En nú eru þau komin í annan bekk. Á Ellivöllum er Eyja langyngst. Þau stofna leynifélag og reyna að komast að því hvort forstöðukonan er alvöru manneskja eða vont vélmenni af því að hún er alltaf svo fúl á svipinn og fer hratt á milli staða.“

Hvernig karl er Rögnvaldur?

„Hann er ekki beinlínis latur. Hann er góður við sjálfan sig. Hann sefur mikið. Hann kláraði aldrei fyrsta bekk. Bókin er framhald af Langelstur í bekknum. Eyja er þar líka – þar kynnast þau, í fyrstu bókinni.“

Mælirðu með bókinni?

„Já. Hún er skemmtileg.

Myndaheimurinn í Langelstur í leynifélaginu er gríðarlega flottur. Allar myndir eru eftir Bergrúnu.

Hvernig fannst þér Lang-elstur í leynifélaginu?

„Mér fannst hún skemmtileg. Þetta eru skemmtilegar bækur af því að þótt Rögnvaldur sé góður við sjálfan sig – hann sefur svo mikið – þá er hann skemmtilegur. Ég held að hann sé skemmtilegri en 97 ára gamalt fólk.

Það er líka skemmtilegt að Eyja er uppátækjasöm og kennir krökkunum allskonar. Samt er hún ekkert ofurklár. En hún býr til leynifélagið og getur búið til orð eins og Ofur-Eyjuog Njósna-Valda yfir Rögnvald.“

Lærðirðu eitthvað nýtt í bókinni?

„Já, að það er ekkert skrýtið að eiga 97 ára gamlan vin. Það skiptir engu máli hvað maður er gamall til að eiga vini.“

Hvenær  og hvar lastu bókina?

„Ég las hana heima á kvöldin sem heimalestur. Hún er löng, 116 blaðsíður en með helling af myndum.

Mælir þú með þessari bók fyrir 9 ára krakka?

„Já.“ 

Meira um bókina Lang-elstur í leynifélaginu

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd