Iceland Airwaves: Hellingur af ókeypis tónleikum fyrir tónelskar fjölskyldur

iceland-airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur nú yfir í Reykjavík í vikunni og yfir helgina. Alveg lifandis hellingur af tónleikum eru í boði fyrir fólk útum allar koppagrundir í námunda við miðborgina sem finnst gaman að fara á tónleika og uppgötva eitthvað brakandi ferskt og spennandi.

Fjölmargir tónleikar eru utan aðalsviðsins – svokallaðir off-venue-tónleikar. Þeir eru allan liðlangan daginn, byrja sumir um hádegisbil og lýkur þeim yfirleitt í kringum kvöldmatarleytið.

Það er alveg upplagt að fara með börnin á off-venue-tónleika. Þeir kosta ekki neitt og hægt koma og fara að vild. Það skemmtilega við tónleikana er að tónlistin er frábær!

Við höfum tekið saman lista yfir off-venue tónleikana fyrir tónelskar fjölskyldur svo enginn missi nú af neinu. Passið að vera í góðum skóm. Þið gætuð þurft að ganga smá spottakorn á milli staða og standa mislengi á hverjum stað.

Þið finnið dagskránna fyrir hvern dag í viðburðadagatali Úllendúllen.

Tónleikarnir eru flokkaðir eftir stað, tíma og hljómsveitum/tónlistarfólki.

Góða skemmtun!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd