Tónlistargleðin Iceland Airwaves er hafin á ný. Þetta er tónlistarveisla sem hefur verið haldin í byrjun nóvember í 20 ár.
Tónleikar á almennri dagskrá Iceland Airwaves eru ekkert sérstaklega fyrir börn. En tónleikarnir utan hefðbundinnar dagskrár, svokallaðir Off Venue-tónleikar eru stórkostlegir og alveg ókeypis fyrir alla.
Það er frábært að fara með börn á Off Venue-tónleika á Iceland Airwaves og upplifa eitthvað alveg nýtt. Tónleikarnir eru alla jafna frá hádegi og fram að kvöldmat.
Fjölskyldufólk getur haft nóg að gera frá hádegi og fram eftir degi. Það er nefnilega frábært að fara á einn stað, sjá tónleika og ganga svo saman á annan stað, jafnvel koma við í búð og fá sér gott í gogginn.
Tónlistarveislan í Norræna húsinu
Fjöldi tónleika verður í Norræna húsinu á meðan Iceland Airwaves stendur og eru þeir allir ókeypis. Laugardaginn 10. nóvember verður þar svo sérstakur fjölskyldudagur Iceland Airwaves frá klukkan 11:00 – 16:00. Þar fá börnin og foreldrar þeirra að prófa ýmis hljóðfæri, spila á sviði og dansa.
Það verður engu til sparað á fjölskyldu- Airwaves Norræna hússins laugardaginn 10. nóvember frá kl. 11-16. Börnin fá að prufa hljóðfæri, spila á sviði og dansa með foreldrum sínum í fjölskyldu danspartíi aldarinnar!
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. þátttaka ókeypis.
DAGSKRÁ
Kl. 11. Tónlistarleikvöllur
Leiksvæði þar sem börn geta prufað hljóðfæri og hljóðforrit, leikið sér með hljóð og samið tónlist undir leiðsögn tónlistarfólks.
Kl. 14. Opinn hljóðnemi barnanna (Láttu ljós þitt skína)
Ert þú á aldrinum 7-13 ára og ert að sýslast við tónlist? Í opnum míkrófóni barnanna færðu tækifæri til að spila á sviði með þaulreyndu tónlistarfólki. Til að sækja um að spila með, sendu okkur umsókn með upplýsingum um þig og reynslu þína í tónlist á netfangið:info@nordichouse.is
Kl. 15. Fjölskyldu Reif – Dj-Yamaho (Natalie Gunnarsdóttir)
Ertu hætt/ur að fara á skemmtistaði og dansa af þér rassgatið? finnur ekki pössun? Taktu börnin með þér í fjölskyldu dans-partý aldarinnar og sýndu þeim hvernig „þú rúllar“. Búningar, glimmer og sjálflýsandi aukahlutir hjartanlega velkomnir.
Önnur dagskrá
8. nóvember
12:00 – 12:30 MSEA (CA)
12:35-12:55 Zofia Tomcyk /Ciche Nagrania (PL)
13:00 – 13:25 Tryggvi Heiðar Gígjuson
13:30-13.50 Urður Norddahl (IS)
14:00 – 14:45 Mimra (IS)
15:00 – 15:45 Sophie Fetokaki (GR)
16:00- 16:45 Pétur Ben (IS)
17:00 – 17:45 Nini Julie Bang (DK)
18:00 – 18:45 Ingi Bjarni Trio (IS/FO/SE)
9. nóvember
12:00 – 12:45 Oak & Shaw (DK)
13:00 – 13:45 Nico Guerrero (FR)
14:00 – 14:45 Thorsteinn Kári (IS)
15:00 – 15:45 Liva Mo (DK)
16:00- 16:45 Bláskjár (IS)
17:00 – 17:45 Miké Thomsen (GL)
18:00 – 18:45 Sigmar Matthíasson´s Aurora
10. nóvember
Fjölskyldufjör
Ítarlegri upplýsingar um Iceland Airwaves í Norræna húsinu má finna hér: Norræna húsið
Meiri upplýsingar um tónleika utan dagskrár á Iceland Airwaves: Iceland Airwaves