Það er skemmtilegt að fara í ævintýralegan leiðangur með börnunum og leita að villtum kanínum í borginni. Kanínur hafa í mörg ár fundist í bæði Öskjuhlíð og í Elliðaárdalnum. Eins hafa kanínur sést í Heiðmörk. Mestar líkur eru á að sjá kanínur á sumrin.
Ef þið hafið ekki bíl til umráða og leiðin of löng á reiðhjóli er hægt að finna hvaða strætisvagn gengur þangað.
Ekki er vitað hvað margar kanínur eru á þessum stöðum. Þeim getur þó fjölgað hratt. Þróunin fylgir veðri en þeim vill fjölga þegar hlýnar í lofti. Ef veturinn var kaldur er hætt við að kanínurnar verði færri sumarið á eftir.
Ekki er vitað með vissu um ástæðu þess að kanínur eru á þessum stöðum. Líklegt er að þær hafi verið gæludýr í borginni eða nágrannasveitarfélögum en eigendur þeirra sleppt þeim út í náttúruna.
Nánari upplýsingar og skemmtilegan fróðleik má finna um kanínur á heimasíðu Dýralæknisstofu Helgu Finnsdóttur og á wikipedíu að sjálfsögðu. Það er tilvalið að lesa sér aðeins til um þessar skemmtilegu skepnur og fara svo í könnunarleiðangur.
[ad name=“POSTS“]